Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 09.02 Bleiur, undirlegg og dömubindi

  • Gildir frá: 23.01.2023
  • Gildir til: 23.01.2025

Um samninginn

Nýr samningur um hreinlætisvörur – Bleiur, undirlegg og dömubindi tók gildi þann 23.01 2023 og gildir í eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum til eins árs í senn.

Samningnum hefur nú verið framlengt í fyrsta sinn og gildir til 23.01.2025

Samningum er skipt í 13 vöruflokka; A-J og í 2 hluta; 1 og 2:

  • Hluti 1 - Einnota bleiur og lekabindi
  1. Opnar bleiur án öndunar - a
  2. Opnar bleiur með öndun - b
  3. Bleiur með beltisfestingu - c
  4. Buxnableiur heilar - d
  5. Buxnableiur með límfestingu/riflás - e
  6. Buxnableiur, mjög rakadrægar með endurlokanlegri festingu - f
  7. Lekabindi og lekableiur - g
  8. Netbuxur - i
  9. Undirlegg/undirbreiðslur - j
  • Hluti 2 – Barnableiur
  1. Barnableiur með lími/riflás - h

Markmið útboðsins var að tryggja áskrifendum rammasamnings fjölbreytt úrval, hagkvæm verð á bleium, undirleggjum og dömubindum ásamt góðri þjónustu bjóðanda.

Kaup innan rammasamnings:

  1. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið.
  2. Í þeim tilvikum þar sem gerðar eru ríkari kröfur til til boðinnar vöru eða ef kaup eru yfir 10.000.000 innan 3ja almanaksmánaða skal bjóða út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra samningsaðila sem efnt geta samninginn.

Bjóða skal út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.

Svo fremi málefnalegar forsendur tengjast eðli samnings er kaupanda heimilt innan örútboðs að setja fram eftirfarandi valforsendur:

Verð 50-100%
Þjónusta, umfang, vottun 0-50%
Aukin umhverfisskilyrði 0-50%
Gæðavottanir vöru eða þjónustu 0-50%
Gæði (tæknilegir/vinnuhagræðilegir/hönnunarlegir eiginleikar) 0-50%
Útlit, s.s. litur, form osfrv. 0-30%
Afgreiðslu- og afhendingartími 0-50%

Hvað varðar ofangreindar valforsendur og vægi þeirra í væntanlegum örútboðum, þá verður kröfum sem skilgreindar verða á grundvelli ofangreindra valforsenda, sem og vægi þeirra, lýst ítarlega í örútboðsgögnum.

Bjóðendur athugið að kaupendum er heimilt að efna til örútboðs meðal seljenda innan rammasamningsins ef fyrirfram skilgreindar vörur í rammasamningi þessum uppfyllir ekki ítarlegar kröfur sem kaupendur gera til vöru til skyldra nota og þessi rammsamningur gerir ráð fyrir. Einnig er kaupendum heimilt að hafa auka- fylgivöru sem tengist hinu boðna sem hluta af örútboði á vörum og búnaði.

Kaupendum í örútboðum er heimilt að ítra kröfur til boðinnar vöru/þjónustu umfram lágmarksskilyrði sem sett eru til vöru/þjónustu í þessu útboði. Sama gildir um áskilnað í örútboði um aukið hæfi til bjóðenda til fullnustu vöru og þjónustu.

Nánar um örútboð

Helstu atriði samnings

Samið var við Rekstrarvörur í báðum hlutum og Stórkaup í hluta 1

Samið var um föst samningsverð á ákveðnum vörum, sem opinberir aðilar kaupa í miklu magni í verðkörfu útboðsins (sjá nánar í flipanum „Skoða kjör“).

Afhending og afhendingarskilmálar - samanber kafla útboðsgagna: 1.6.9

Ef keypt er fyrir hærri upphæð en kr. 15.000,‐ skal afhending vera frí frá seljanda til kaupenda á höfuðborgarsvæðinu og á pósthús eða til viðeigandi flutningamiðstöðva til kaupenda utan þess.
Fyrir lægri innkaup en 15.000,‐ kr, má gefa upp sendingarkostnað sem þó skal að hámarki vera 3.000,‐ kr.
Almennt skal seljandi afhenda vöruna innan tveggja daga eftir að pöntun er lögð fram nema eðli og umfangi verksins, t.d. stærri pöntunum gefi tilefni til lengri afhendingarfrests og seljandi án tafar upplýsir kaupanda um og aðilar koma sér saman um.

Ákvæði um afhendingu og afhendingarskilmála geta verið nánar skilgreind í örútboðum.

Skilmálar SÍ:

Afhending til sjúkratryggðra einstaklinga má aðeins fara fram liggi formlegt samþykki SÍ fyrir innkaupaheimild.

  • Bjóðandi skal ábyrgjast þagnarskyldu starfsfólks og uppfylla allar opinberar kröfur um faglega þjónustu, rekstur og eftirlit.
  • Bjóðandi skal kenna, veita ráðgjöf og leiðbeina kaupendum eftir þörfum um notkun vörunnar og kynna nýjungar án endurgjalds.
  • Bjóðandi skal hafa upplýsingaefni á íslensku með leiðbeiningum um notkun varanna.
  • Bjóðandi skal ábyrgjast að vara sé aldrei skilin eftir án eftirlits og tryggt sé að móttaka vöru sé staðfest með undirskrift.
  • Bjóðandi skal ábyrgjast að alltaf séu til 3ja mánaða öryggisbirgðir af boðnum vörum m.v. áætlaða notkun í viðauka 13.

Seljandi skal afhenda sjúkratryggðum einstaklingum samningsbundnar vörur á starfsstöð sinni, með heimsendingu til þeirra sem búa í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu (Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Álftanes, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes og Reykjavík) eða með því að koma vöru á póststöð vegna þeirra sem búa eða dveljast utan höfuðborgarsvæðisins.

Tíðni heimsendinga fer eftir pöntun hins sjúkratryggða hverju sinni, þó skulu heimsendingar ekki fara fram oftar en einu sinni í mánuði til hvers einstaklings í hverri ferð. Seljandi skal leitast við að fara með sendingar til fleiri en eins einstaklings í hverri ferð.

Almennt skal seljandi afhenda vöruna innan tveggja daga eftir að pöntun er lögð fram en afhendingartími heimsendingar, þ.e. sá tími sem tekur seljanda að koma vöru til hins sjúkratryggða, skal vera hámark 5 dagar.

Afhending hefur átt sér stað þegar varan hefur verið afhent sjúkratryggðum einstaklingi og kvittað hefur verið fyrir henni.

 

Verð og verðbreytingar - samanber kafla útboðsgagna: 1.6.10

Samningsverð skulu innihalda allan kostnað og gjöld sem hljótast af vegna verksins/vörunnar. Samningsfjárhæðir eru án virðisaukaskatts.

Viðmiðunar- eða grunngengi við undirritun samnings skal vera hið sama og á opnunardegi tilboðs, nema til hafi komið breytingar +/- 5% á viðmiðunargengi frá tilboðsdegi fram að tilkynningu um töku tilboðs.

Verð skal sett fram í íslenskum krónum. Ef tilboð er miðað við erlendan gjaldmiðil skal tilgreina gjalmiðil. Tilboð skal miðað við meðaltal miðgengis Seðlabanka Íslands í mánuðinum næstum á undan opnunardegi. Samanburður tilboða, komi til þess, skal miðast við sömu forsendur. Viðmiðunar- eða grunngengi við undirritun samnings skal vera hið sama og á opnunardegi tilboðs, nema til komi breytingar +/- 5% á viðmiðunargengi frá tilboðsdegi fram að tilkynningu um töku tilboðs.

Verðbreytingar verða teknar til skoðunar ársfjórðungslega, 15. mars, 15. júní, 15. september og 15. desember. Ef breytingar á meðaltali miðgengis viðmiðunargjaldmiðils undanfarandi mánaðar eru minni en +/- 5% frá gildandi gengi er verð óbreytt annars breytist það í samræmi við gengisbreytingarnar. Breytt samningsverð mynda nýjan grunn fyrir verðbreytingar í samningnum. Tilkynna skal um verðbreytingu með minnst 5 daga fyrirvara fyrir hvern ársfjórðung. Þannig skal almenna reglan vera sú að t.d. vegna verðbreytinga 15. desember, skal tilkynna fyrir 10. desember verðbreytingar ef gildandi gengi hefur breyst +/- 5%.

Ósk um verðbreytingu ásamt nýjum verðlista skal berast á tölvutæku formi til Ríkiskaupa á netfangið stefnumotandiinnkaup@rikiskaup.is

Í efnislínu tölvupósts skal taka fram heiti samnings og að um sé að ræða ósk um verðbreytingu. Á forminu skal koma fram síðasta viðmiðunargengi og hið nýja viðmiðunargengi sem forsendur breytinga miðast við.

Verði gerðar breytingar af opinberri hálfu á tollum eða öðrum gjaldaákvörðunum vöru eða þjónustu sem hafa áhrif á verð hennar, skal seljandi gera grein fyrir þessum áhrifum á verð vörunnar og afhenda Ríkiskaupum viðeigandi gögn til yfirferðar, svo hægt sé að yfirfara meint áhrif áður en fallist er á verðbreytingu.

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Komi í ljós á samningstíma að seljandi hafi ekki veitt umsaminn afslátt eða umsamið samningsverð til kaupanda mun seljandi verða krafinn um leiðréttingu allt aftur til upphafs samnings.

Seljendur

Rekstrarvörur ehf.
Réttarhálsi 2
Sími: 5206666
Tengiliður samnings
Kristbjörn Jónsson
Stórkaup
Skútuvogi 9
Sími: 5151500
Tengiliður samnings
Guðmundur Elías Sæmundsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.