Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 18.01 Brunatryggingar fyrir fasteignir í eigu ríkisins

  • Gildir frá: 01.01.2025
  • Gildir til: 02.01.2028

Um samninginn

Samningstími er 3 ár, frá því að tilboði var tekið 30/12/2024, með gildistíma frá og með 1. janúar 2025 til og með 31.12.2027, með árlegri endurnýjun trygginga samanber skilmála samnings. Heimild er til framlengingar samnings, tvisvar sinnum um eitt ár í senn og getur samningstími því orðið til fimm ára.

 

Samningurinn er um skyldubundið iðgjald brunatrygginga fyrir fasteignir í eigu ríkisins sem eru skráðar í Fasteignaskrá HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber ábyrgð á Fasteignaskránni sem geymir allar grunnupplýsingar um lönd, lóðir og spildur auk mannvirkja sem á þeim standa. Þar er hægt að finna fasteigna- og brunabótamat, fermetrafjölda eignar og fastanúmer eignar.

Samningurinn tekur til þeirra fasteigna sem ríkið á hverju sinni og því getur umfang samnings breyst í samræmi við breytingar sem kunna að verða á fjölda og verðmæti fasteigna ríkisins á samningstímanum. Undanskildar eru fasteignir ríkissjóðs sem eru í leigu, ábúð eða umsjón þriðja aðila sem annast greiðslu brunatryggingariðgjalds samkvæmt samkomulagi við ríkissjóð. Hér er aðallega um að ræða fasteignir á jörðum og lóðum sem eru í ábúð eða leigu, sbr. m.a. ákvæði 19. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004.

  • Allar tilkynningar frá umjónaraðilum eigna skula berast til:    rikid@vordur.is
  • Hildur Ágústa Ólafsdóttir: hildura@vordur.is er tengiliður Ríkiskaupa fyrir þennan samning og heldur utan um skýrslugerð og samskipti

Til staðfestingar um ákvæði samnings gilda eftirfarandi:

  1. Iðgjald er reiknað sem 0,119 prómíl af brunabótamati, gildir einnig fyrir hús í smíðum
  2. Iðjald er reiknað út frá brunabótamati 01.11.2024. Ef nýjar eignir koma inn á samningstímanum skal iðgjald reiknað út frá þeirri dagsetningu sem eign kemur í tryggingu
  3. Opinber gjöld reiknast með eftirfarandi hætti:

0,0045% í Brunavarnargjald

0,0025% í Brunabótamatsgjald

0,03% í Ofanflóðasjóðsgjald

0,0375% í Viðlagatrygging

0,008% í Forvarnargjald

Við útboð samanstóð eignasafnið (Tryggingastofn) af 2.196 eignum til vátrygginga, að fjárhæð samtals kr. 558.175.571.351-.

Við opnun tilboða, dags 06.12.2024 bárust fjögur tilboð í brunatryggingu eignasafnsins frá eftirfarandi félögum:

Vörður tryggingar hf., Vátryggingafélag Ísland hf, TM tryggingar hf og Sjóvá hf.

Opnunarskýrsla

Samið var við Vörð hf., á grundvelli lægsta tilboðs, um árlegt heildar iðgjald miðað við stærð eignasafnsins á hverjum tíma. Vörður reikningsfærir kaupendur árlega um sitt iðgjald per eign. Innifalin er 2% umsýsluþóknun af árlegu heildar iðgjaldi (án opinberra gjalda) sem samningshafi greiðir Fjársýslunni árlega.

 

 

Seljendur

Vörður tryggingar hf.
Borgartún 25
Sími: 514 1000
Tengiliður samnings
Hildur Karen Sveinbjarnardóttir

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.