Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 14.21 Endurskoðun

  • Gildir frá: 10.07.2023
  • Gildir til: 10.07.2025

Um samninginn

Nýr rammasamningur um endurskoðun

Tók gildi þann 10 júlí 2023 og gildir í tvö ár með möguleika að framlengja tvisvar sinnum um eitt ár í senn.

Sérfræðingar í hæfnisflokkum A, B og C þurfa að uppfylla eftirfarandi kröfur:

Flokkur A - löggilding í endurskoðun, amk 5 ára starfsreynsla í endurskoðun, amk 5 ára reynsla sem stjórnandi og amk 5 ára reynsla og þekking á alþjóðlegum reikningsskilareglum (IFRS) og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (ISA)

Flokkur B – framhaldsskólamenntun á endurskoðunarsviði (Cand.oecon eða Macc), amk 3 ára starfsreynsla í endurskoðun, amk 3 ára reynsla sem ábyrgðaraðili/verkefnastjóri og amk 3 ára reynsla og þekking á alþjóðlegum reikningsskilareglum (IFRS) og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (ISA)

Flokkur C – BSc/BA eða sambærileg menntun (180 ECTS einingar), amk 1 árs starfsreynsla í endurskoðun, amk 1 árs reynsla sem vinnsluaðili og amk 1 árs reynsla og þekking á alþjóðlegum reikningsskilareglum (IFRS) og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (ISA)

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:

  1. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum þegar kaupandi gerir ráð fyrir að verkefni taki allt að 50 tíma samtals óháð flokkum. Við bein kaup skulu kaupendur sundurliða fjölda vinnutíma eftir flokkum (A til C) og gera samanburð á samningsbundnum kjörum og einingarverðum seljenda í viðkomandi flokki. Kaupandi skal ávallt ráðfæra sig fyrst við þann seljanda sem er með lægsta heildarverð miðað við áætlaðan tímafjölda og einingarverð. Ef sá seljandi getur ekki tekið verkefni að sér (t.d. sökum anna) skal leita til næsta og svo koll af kolli.
  2. Með örútboði milli rammasamningshafa, þegar kaupandi áætlar að verkefni taki meira en 50 tíma og/eða skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir. Örútboð skal vera framkvæmt í samræmi við eftirfarandi reglur:
  • Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.
  • Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.
  • Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.
  • Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Kaupendum í örútboðum er heimilt að ítra kröfur til boðinnar þjónustu umfram lágmarksskilyrði sem sett eru til þjónustu í þessu útboði. Sama gildir um áskilnað í örútboði um aukið hæfi til bjóðenda til fullnustu vöru og þjónustu. Í örútboðum geta kaupendur sett fram kröfur um reynslu á því verkefnasviði sem bjóða á út og sú reynsla er þá hluti af tæknilýsingu örútboðs. Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar kröfur til þjónustu bjóðanda eftir eðli og umfangi verkefnisins. Til að mynda er heimilt er setja fram kröfu um reynslu eða aðgengi að reynslu í endurskoðun á sambærilegum fyrirtækjum og fyrirtæki sem endurskoða á - m.a. reynslu af endurskoðun á sveitarfélögum, fjármálafyrirtækjum, orkufyrirtækjum og veitum, lánasjóðum, heilbrigðisstofnunum og/eða reynslu í endurskoðun á sambærilegum fyrirtækjum yfir ákveðinni stærð sem er sambærileg við stærð kaupanda. Kaupendur áskilja sér rétt til að skilgreina í örútboði hvað telst sambærileg eining (til dæmis skilgreina sveitarfélag eftir íbúafjölda) og ber seljanda að senda með tilboði sínu upplýsingar/sönnunargögn um framangreinda reynslu. Einnig er heimilt að setja fram í örútboði kröfu um aðild að alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki (til dæmis vegna eðlis starfseminnar á fyrirtækinu sem endurskoða á).

Kaupendum er heimilt að setja fram í örútboði valforsendur með vægi eins og kemur fram hér að neðan:

  1. Verð - 0-100%
    b. Þekking á alþjóðlegum reikningsskilareglum fyrir opinbera aðila (IPSAS) - 0-30%
    c. Þekking á alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum fyrir opinbera aðila (ISSAI) - 0-30%
    d. Aðrir ákjósanlegir þjónustu- og/eða gæðaþættir að mati kaupanda - 0-30%
    e. Ákveðinn lágmarksfjöldi starfsmanna eftir flokkum (A, B og C) - 0-30%

Seljendur

Advant endurskoðun ehf.
Laugavegur 178
Sími: 5711010
Tengiliður samnings
Hinrik Gunnarsson
Deloitte ehf.
Dalvegur 30
Sími: 5803000
Tengiliður samnings
Endurskoðun Vestfjarða
Aðalstræti 19
Sími: 450 7910
Tengiliður samnings
Elín Jónína Jónsdóttir
Enor ehf.
Hafnarstræti 53
Sími: 4301800
Tengiliður samnings
Davíð Búi Halldórsson
Grant Thornton endurskoðun ehf.
Suðurlandsbraut 20
Sími: 5207000
Tengiliður samnings
Sturla Jónsson
Gæðaendurskoðun slf.
Bíldshöfða 14
Sími: 5950100
Tengiliður samnings
Kalman Stefánsson
KPMG hf.
Borgartun 27
Sími: 5456000
Tengiliður samnings
Magnús Jónsson
Pricewaterhouse Coopers ehf.
Skógarhlíð 12
Sími: 5505300
Tengiliður samnings
Arna Tryggvadóttir

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.