RK 09.03 Hreinlætisvörur
- Gildir frá: 27.11.2020
- Gildir til: 30.11.2024
Um samninginn
Nýr samningur um hreinlætisvörur tók gildi þann 27. nóvember 2020 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn.
Samningurinn hefur nú verið framlengdur í annað sinn og gildir til 30.11.2024
Samningum er skipt upp í tvo flokka:
- Hluti A - Hreinlætisvörur (Hreinlætispappír, húðvörur og hreinlætisefni)
- Hluti B - Umbúðir og plastpokar
Markmið útboðsins var að tryggja áskrifendum rammasamnings fjölbreytt úrval, hagkvæm verð á hreinlætisefnum og umbúðum þeim tengdum ásamt góðri þjónustu bjóðanda.
Í þessum samningi eru, auk annarra vara, vörur sérstaklega ætlaðar til notkunar á heilbrigðis- og sjúkrastofnunum og skulu seljendur hafa fjölbreytt vöruúrval sem uppfyllir þær kröfur sem og aðrar. Heilbrigðis- og sjúkrastofnanir þurfa t.d. sápur sem skulu vera mjúkar og mildar og sérstaklega gerðar til tíðra handþvotta en jafnframt efnavörur sem innihalda efni sem eru skaðleg umhverfinu. Lögð er áhersla á aukin kaup á umhverfisvænum vörum en til að uppfylla ólíkar þarfir kaupenda þurfa jafnframt að vera í boði efnavörur svo sem klór, peroxíð efni og önnur leysiefni sem innihalda efni skaðleg umhverfinu.
Kaup innan rammasamnings:
A. Við samanlögð kaup undir kr. 1.000.000 innan 3ja almanaksmánaða skal kaupandi kaupa inn í rammasamningi með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal kaupandi gæta hagkvæmni og gera samanburð meðal allra seljenda í hverjum flokki. Slíkur samanburður skal jafnan gerður með rafrænum aðferðum.
B. Við kaup yfir kr. 1.000.000 innan 3ja almanaksmánaða skal bjóða út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra samningsaðila sem efnt geta samninginn.
Tilboð um verð vegna einstakra eða samsettra kaupa, þar sem ítarlegri skilmálar eða tæknilegar kröfur eru ítraðar eða settar fram umfram vörulýsingar í verðkörfu þessa útboðs, er heimilt kaupendum að efna til sérstakrar verðsamkeppni um þær í örútboðum meðal samningsaðila til að tryggja virka samkeppni á samningstíma.
Í örútboði er bæði leyfilegt að bjóða út í einu lagi í öllum flokkum útboðsins, eða skipta örútboði upp í hluta.
Í örútboði skal nota eitthvað af eftirfarandi valforsendum:
- Verð 50-100%
- Gæði sem málefnalega tengjast kröfu 0-50%
- Gæðavottanir vöru eða þjónustu 0-50%
- Aukin umhverfisskilyrði 0-50%
- Afgreiðslu- og afhendingartími 0-50%
- Aukin þjónusta 0-50%
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.