Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 04.01 Húsgögn

  • Gildir frá: 12.01.2024
  • Gildir til: 12.01.2026

Um samninginn

Rammasamningur um húsgögn tók gildi 12.01.2024 í kjölfar útboðs númer 22098 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. 

Vöru- og/eða þjónustuflokkar

 Samningnum er ekki skipt í hluta.

Undanskilin þessum rammasamningi eru kaup á sérhæfðum húsgögnum fyrir sjúkra‐ og hjúkrunarrými og kaup á húsgögnum sem ekki eru hluti af stöðluðu framboði samningsaðila og eða eru sérsmíði ýmiss konar.  

 Allar nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru undir flipanum „Skoða kjör“.

Kaup innan rammasamnings 

Verðmæti undir 5.000.000,- kr. m. vsk.

Einstök kaup skulu fara fram með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum.

Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda, með tilliti til sendingarkostnaðar. Ávallt skal velja hagkvæmustu kjörin.


Kaupanda er við kaupákvörðun heimilt að taka tillit til og meta til hagkvæmni kaupa, tiltekna þjónustu, gæði, útlit s.s form, afhendingu og afgreiðslu. Jafnframt skal kaupandi skv. 24. gr. laga um opinber innkaup ávallt gæta hagkvæmni og gera samanburð meðal allra bjóðanda innan samnings.


Tilboð um verð vegna einstakra kaupa, þar sem ítarlegri skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið settar fram, skulu fengin með verðsamkeppni í örútboðum meðal samningsaðila til að tryggja virka samkeppni á samningstíma. Sjá nánar umfjöllun um örútboð hér að neðan. Með einstökum vörukaupum er átt við samanlögð vörukaup innan 3ja almanaksmánaða.

Viðbótarkaup:
Sé um að ræða viðbótarkaup, þ.e. kaup á vöru af tiltekinni tegund eða gerð sem er þegar til staðar, eða kaup á jafngildri vöru í umhverfi kaupanda sem er fyrir, er að auki heimilt að taka tillit til skiptikostnaðar í aðra vörutegund sem þá hefur verði skilgreindur á grundvelli fjárhagslegs hagkvæmis.

 

Verðmæti yfir 5.000.000 kr. m. vsk.

Fari einstök kaup yfir kr. 5.000.000,-  kr. með vsk., skal efna til örútboðs milli allra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.

Einnig skal efna til örútboðs í þeim tilvikum þar sem gerðar eru ríkari kröfur til boðinnar vöru innan rammasamnings milli þeirra samningsaðila sem efnt geta samninginn. 

Örútboð

Í örútboði má setja fram eftirfarandi valforsendur og vægi;

  • Verð 30-100%
  • Aukin þjónusta 0-50%
  • Aukin umhverfisskilyrði 0-50%
  • Gæðavottanir vöru eða þjónustu 0-50%
  • Gæði vöru 0-50%
  • Gæði, einsleitni umhverfis (viðbót við fyrirliggjandi vörulínur) o.fl. 0-30%
  • Hönnun, s.s. form osfrv. 0-50%
  • Afgreiðslu- og afhendingartími 0-50%

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram. Allar lágmarkskröfur í rammsamningi skulu gilda og eiga við um örútboð og þarf ekki að taka það fram sérstaklega í örútboðum.

Til viðbótar þá er heimilt að minnka/auka við eða ítra kröfur til boðinnar vöru og/eða þjónustu í örútboðum en skal það þá sérstaklega tekið fram. 

Undir flipanum „Seljendur“ hér að ofan er hægt að senda örútboð/fyrirspurn til seljenda. 

Nánari upplýsingar um örútboð

Seljendur

A4 - Egilsson ehf.
Köllunarklettsvegi 10
Sími: 5800000
Tengiliður samnings
Sigurveig Ágústsdóttir
Á. Guðmundsson ehf.
Bæjarlind 10
Sími:  510 7300
Tengiliður samnings
Guðmundur Ásgeirsson
Bender ehf.
Barðastaðir 1-5
Sími: 557 6050
Tengiliður samnings
Jón Bender
Bústoð ehf.
Tjarnargötu 2
Sími: 4213377
Tengiliður samnings
Björgvin Arnason
EG Skrifstofuhúsgögn ehf.
Ármúla 22
Sími: 5335900
Tengiliður samnings
Einar Gylfason 
Epal hf
Skeifunni 6
Sími: 5687733
Tengiliður samnings
Kjartan Eyjólfsson
Hirzlan ehf.
Síðumúla 37
Sími: 5645040
Tengiliður samnings
Halldór Ingi Stefánsson
Penninn ehf.
Skeifunni 10
Sími: 5402000
Tengiliður samnings
Kjartan Aðalbjörnsson
Sýrusson hönnunarstofa ehf.
Síðumúla 17
Sími: 5884555
Tengiliður samnings
Guðni Albert Kristjánsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.