RK 18.02 Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækja í ríkiseigu
- Gildir frá: 01.06.2021
- Gildir til: 31.05.2025
Um samninginn
Nýr rammasamningur um lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækja í ríkiseigu tók gildi 1. júní 2021 til og með 31.05.2023. Heimilt er að framlengja samninginn 2 sinnum um eitt ár í senn (2024 og 2025), þannig að heildar samningstími verður að hámarki 4 ár.
Ríkiskaup hafa tekið ákvörðun um að framlengja núverandi samning um lögboðnar ökutækjatryggingar um eitt ár við Sjóva-Almennar tryggingar (Sjóvá-Almennar tryggingar hf), til 31.05.2025. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar ítarlegrar markaðsgreiningar Ríkiskaupa og jákvæðrar endurgjafar frá aðilum samningsins.
Ný ökutæki koma upp á listum frá umferðarstofu fá sömu kjör og þau ökutæki sem fyrir eru í tryggingu (m.v. áhættuflokk). Verðbreytingar eru háð vísitölu ábyrgðartryggingar ökutækja og slysatryggingar ökumanns og eigenda. Almennar fyrirspurnir um innheimtu má senda á innheimta@sjova.is og vegna trygginga má senda á fyrirtaeki@sjova.is
Samningurinn tekur til kaupa á lögboðna ábyrgðatrygginga ökutækja í ríkiseigu. Samið var við einn seljanda.
Samningsverð og skilmálar eru aðgengilegir kaupendum á læstu svæði, undir flipanum "Skoða kjör", hér á vefsíðu samningsins fyrir RS-aðila.
Athygli er vakin á því að framrúðutrygging er ekki innifalin, en kaupendur hafa val um að bæta henni við.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.