RK 03.07 Microsoft hugbúnaðarleyfi
- Gildir frá: 17.11.2021
- Gildir til: 16.11.2025
Um samninginn
Nýr samningur tók gildi 11. Nóvember 2021 og gildir í eitt ár með möguleika á framlengingu þrisvar sinnum.
Samningnum hefur verið framlengt í þriðja og síðasta skiptið til 16.nóvember 2025.
Rammasamningurinn er fyrir hönd aðila að rammasamningum ríkisins á samningstíma og tekur hann til kaupa/öflunar á almennum upplýsinga- og samskiptahugbúnaði frá Microsoft.
Þjónustugátt UMBRA um innkaup og sölu á Microsoft-leyfum til A-hluta stofnana
Seljendur / Þjónustuaðilar
Almennir endursöluaðilar
Tilboð um þátttöku í rammasamningi með örútboðum sem almennir endursöluaðilar voru samþykkt frá eftirtöldum bjóðendum: Opin kerfi hf., Advania Ísland ehf., Origo hf. og TRS ehf.
Samningsform sem almennir endurseljendur hafa heimild til að gera:
- CSP (Cloud Solution Provider).
- EDU (Educational - Almennir samningar innan skólasamfélagsins).
- OPEN (Almennt samningsform sem jafnan miðast við 2 – 250 notendur, getur farið allt uppí 750 notendur með Open Licence Volume samningsforminu).
- OPEN GOV (Almennt samningsform fyrir opinbera geirann).
(OPEN flokkurinn nær til bæði Open Licence samninga sem og Open License subcripion (OVS) samninga).
LSP (Licencing Solution Partners)
Tilboð um þátttöku í rammasamningi með örútboðum sem LSP (Licencing Solution Partners) söluaðilar voru samþykkt frá eftirtöldum bjóðendum: Advania Ísland ehf. og Crayon Iceland ehf.
Samningsform sem einungis Licence Solution Partners hafa heimild til að gera:
- GOV (Government samningar).
- ENT (Enterprise samningar).
- EAS (Exchange Active Syn samningar).
- EAS EDU (Exchange Active Sync – Educational, samningar innan skólasamfélagsins).
- Camus (Háskólastofnanir).
- MPSA (Microsoft Products & Servicing Agreements).
Hér er um mjög breiðan og öflugan hóp seljenda að ræða. Gerðar voru umfangsmiklar kröfur til aðila rammasamnings þessa, sem náðu bæði til þjónustugetu seljenda, sem og til vottunar og þekkingar á Microsoft hugbúnaðarlausnum.
Upplýsingar um kaup innan rammasamnings og útboðsgögn hans eru á lokuðu svæði fyrir innskráða kaupendur.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.