RK 05.05 Olía og eldsneyti fyrir ökutæki og vélar
- Gildir frá: 01.09.2022
- Gildir til: 01.09.2024
Um samninginn
Rammasamningur nr. 05.05 Olía og eldsneyti fyrir ökutæki og vélar tók gildi 1. september 2022, samningurinn er til tveggja ára með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. Samningurinn gildir nú til 1. september 2024.
Samið var við fjóra þjónustuaðila um allt land, þ.e. Atlantsolíu, N1, Olíuverzlun Íslands ehf. og Skeljung hf.
Boðinn er fastur afsláttur í krónum á lítra frá eldsneytisverði (m/ vsk.) seljenda á hverjum tíma sem miðast við það verð sem er í gildi á hverri afgreiðslustöð fyrir sig.
Markmið með útboðinu var að veita áskrifendum rammasamninga Ríkiskaupa eldsneyti og olíur á hagstæðasta verði með áherslu á jafnræði, virka samkeppni og gott aðgengi.
Útboðinu var skipt í 5 flokka eins og sjá má í neðangreindri töflu.
Flokkur 1 Full þjónusta |
Flokkur 2 Sjálfsafgreiðsla |
Flokkur 3 Dísel og vélaolía á geymslutanka |
Flokkur 4 Annað eldsneyti |
Flokkur 5 Almennar rekstrarvörur fyrir ökutæki og vélar |
|
Atlandsolía 1) |
X | X | |||
N1 2) |
X | X | X | X | X |
Olíuverzlun Íslands 3) |
X | X | X | X | X |
Skeljungur 4) | X | X | X | X | X |
1) Tilboð frá Atlantsolíu gildir á öllum útsölustöðvum Atlantsolíu.
2) Tilboð frá N1 gildir á öllum útsölustöðvum N1.
3) Tilboð frá Olís gildir á öllum útsölustöpvum Olís og ÓB.
4) Tilboð Skeljungs hf. gildir á öllum útsölustöðvum Orkunnar.
Kaupendur innan rammasamnings
Aðilar þessa rammasamnings eru áskrifendur að rammasamningum Ríkiskaupa á samningstíma.
Kaup innan rammasamnings
Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið.
Bjóða skal út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamningshafa sem efnt geta samningin.
- Seljendur skulu veita kaupendum, án endurgjalds, afgreiðslukort/lykla eða sambærilegt form sem heldur utan um eldsneytisnotkun þeirra. Á þessu eldsneytiskorti/lykli eða sambærilegu skal koma fram hinn fasti afsláttur á vörunni og hann tryggður hvar sem verslað er á landinu.
- Kaupanda skal standa til boða ítarlegt yfirlit yfir viðskipti sín.
Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.