Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 01.01 Prentlausnir

  • Gildir frá: 24.06.2024
  • Gildir til: 24.06.2026

Um samninginn

Rammasamningurinn um prentlausnir tók gildi 26 júní 2024 í framhaldi af útboði 21340 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um eitt ár í senn. 

Útboði þessu er skipt í þrjá hluta;

  • Hluti I Prentbúnaður (kaup á prentbúnaði)
  • Hluti II Prenthylki
  • Hluti III Prentlausnir (leiga á prentbúnaði)

Engin tilboð voru samþykkt í hluta I og II. Stefnt er að því að bjóða út hluta I og II aftur haustið 2024.

Eitt tilboð var samþykkt í hluta III. 

Upplýsingar um birgja og kjör er að finna undir “Skoða kjör” hér að ofan á síðunni.

Kaup innan samningsins

  • Bein kaup ef einhver af boðnu lausnunum mætir þörfum kaupanda - þeas áætlaða notkunin er að hámarki 50.000 bls á tæki á ári eða að hámarki 100.000 bls á tæki á ári og samningstímabilið er 3 ár. Kaupandi velur fjárhagslega hagkvæmasta tilboð. 
  • Kaup á prentlausnum fer fram með örútboðum ef kaupandi ætlar að leigja tæki til styttri eða lengri tíma en 3 ár, ef kaupandi óskar eftir að leigja öðruvísi tegund tækja en tækin í boðnu lausnunum eða ef áætlaða notkunin er meiri en 100.000 bls á tæki á ári, ef kaupandi óskar eftir að leigja notanað prentbúnað eða ítra eða falla frá kröfum, eða leigja prentbúnað með blekhylki. 
  • Þjónustuaðili vegna prentlausnaþjónustu skal gera vinnslusamning við kaupendur í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Verðbreytingar

Heimilt er að óska eftir verðbreytingu einu sinni á ári, í fyrsta lagi 12 mánuðum eftir að bindandi samningur kemst á. Verðbreytingarbeiðni skal berast fyrir 10 dag 12 mánaðar frá gerð bindandi samnings en að öðrum kosti framlengist samningsverð um aðra 12 mánuði. Afstaða skal tekin til verðbreytingar fyrir síðasta dag 12 mánaðar. Eftir að verðbreyting hefur verið samþykkt er heimilt að óska eftir verðbreytingu einu sinni að hverjum 12 mánuðum liðnum frá síðustu verðbreytingu. Verðbreytingar miðast við árlega breytingu á undirvísitölunni fyrir raftæki 053 sem er útgefin af Hagstofu Íslands.

Verðbreyting verður reiknuð út frá breytingu á vísitölu yfir tólf mánaða tímabil vegna síðastliðins árs. Aðeins er hægt að óska eftir verðbreytingum verði breyting á vísitölu meiri en +/-5%. Samþykkt verðbreyting til hækkunar eða lækkunar reiknast út frá breytingu vísitölunnar. Breytta samningsverðið myndar nýjan grunn fyrir verðbreytingar í samningnum. Breytingar miðast við grunngildi 2023M12 - 110.67.

Beiðni um verðbreytingu skal fylgja stuttur rökstuðningur sem hefur að geyma upplýsingar um vísitölubreytingu sl. árs og efni breytingar ásamt útreikningi. Samþykkt verðbreyting myndar nýjan grunn sem frekari verðbreytingar miðast við. Samþykkt verðbreyting getur ekki gilt afturvirkt og því ber seljandi ábyrgð á því að skila beiðni um breytingu stundvíslega inn með hliðsjón af ofangreindum tímamörkum. Beiðni seljanda skal senda á netfangið si@rikiskaup.is.

Seljendur

PLT ehf.
Sími: 5787160
Tengiliður samnings
Jón Sigurður Garðarsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.