RK 05.07 Raforka
- Gildir frá: 03.11.2023
- Gildir til: 03.11.2025
Um samninginn
Rammasamningurinn um raforku tók gildi 03.11.2023 í kjölfar af útboði 22088 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Samningurinn gildir núna til 03.11.2025
Samið var við eftirfarandi birgja:
- Orkusalan ehf
- HS Orka
- N1
- Straumlind ehf
- Orka náttúrunnar
- Orka heimilanna
- Atlantsorka ehf
Gildandi verð raforkusala er að finna undir “Skoða kjör” hér að ofan á síðunni.
Kaup innan samningsins
- Með beinum kaupum ef áætluð raforkunotkun er undir 1 Gwh á ári og kaupandi tekur ekki þátt í sameiginlegu örútboði. Kaupandi skal kaupa af þeim birgja sem býður hagkvæmustu kjörin samkvæmt tilboði.
- Með örútboðum ef áætluð raforkunotkun kaupanda er yfir 1 Gwh á ári eða ef kaupendur taka þátt í sameiginlegu örútboði. Öllum kaupendum er heimilt að taka þátt í sameiginlegum örútboðum.
Á samningstíma geta kaupendur (sveitarfélög, ohf félög og A hluta stofnanir) gert sameiginleg örútboð.
Kaupendur velja birgja/seljanda alltaf (í örútboði og í beinum kaupum) á grundvelli hagkvæmasta verðs.
Í örútboðum þurfa kaupendur að útvega magntölur um orkunotkun fyrra árs frá Netorku.
Verðbreytingar
Heimilt er að óska eftir verðbreytingu á orkutöxtum (orkugjaldi og upprunaábyrgð) einu sinni á ári, í fyrsta lagi 12 mánuðum eftir að bindandi samningur kemst á. Verðbreytingarbeiðni skal berast fyrir 10 dag 12 mánaðar frá gerð bindandi samnings en að öðrum kosti framlengist samningsverð um aðra 12 mánuði. Afstaða skal tekin til verðbreytingar fyrir síðasta dag 12 mánaðar. Eftir að verðbreyting hefur verið samþykkt er heimilt að óska eftir verðbreytingu einu sinni að hverjum 12 mánuðum liðnum frá síðustu verðbreytingu. Verðbreytingar miðast við árlega breytingu á vísitölunni neysluverðs sem er útgefin af Hagstofu Íslands - Vísitala neysluverðs.
Grunngildi vísitölu neysluverðs skal vera 2023M08 - 597,8.
Verðbreyting verður reiknuð út frá breytingu á vísitölu yfir tólf mánaða tímabil vegna síðastliðins árs. Aðeins er hægt að óska eftir verðbreytingum verði hækkun eða lækkun á vísitölu um sem nemur vísitölubreytingu +/-5%. Samþykkt verðbreyting til hækkunar eða lækkunar reiknast út frá breytingu vísitölunnar. Breytta samningsverðið myndar nýjan grunn fyrir verðbreytingar í samningnum.
Beiðnir um verðbreytingar berist á rammasamningar@fjs.is.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.