Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 14.23 Rekstrarráðgjöf

  • Gildir frá: 07.11.2023
  • Gildir til: 07.11.2025

Um samninginn

Um samninginn

Rammasamningurinn um rekstrarráðgjöf tók gildi 07 nóv 2023 í kjölfar af útboði 21711 og gildir í eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum um eitt ár í senn. Samningurinn er framlengdur um eitt ár til 07 nóv 2025.

Samningi er skipt í fimm hluta:

  • Stjórnun og stefnumótun
  • Aðferðir, ferlar, breytingar og uppbygging
  • Mannauðsmál og ráðningar
  • Viðskiptaráðgjöf
  • Fjármálaráðgjöf

Samið var við eftirfarandi birgja:

Stjórnun og stefnumótun

  • Impact Consulting ehf
  • Auðnast ehf
  • Intellecta ehf
  • ARCUR
  • Peritus Ráðgjöf slf
  • Hoobla ehf
  • PwC
  • Móholt ehf
  • Strategía ehf
  • Enor ehf
  • KPMG
  • Analytica ehf
  • Expectus ehf
  • Deloitte ehf
  • Origo

Aðferðir, ferlar, breytingar og uppbygging

  • Impact Consulting ehf
  • Auðnast ehf
  • Intellecta ehf
  • ARCUR
  • Peritus Ráðgjöf slf
  • Hoobla ehf
  • PwC
  • Móholt ehf
  • Strategía ehf
  • Enor ehf
  • KPMG
  • Analytica ehf
  • Deloitte ehf
  • Origo

Mannauðsmál og ráðningar

  • Auðnast ehf
  • Intellecta ehf
  • Hagvangur ehf
  • ARCUR
  • Peritus Ráðgjöf slf
  • Hoobla ehf
  • PwC
  • Vinnvinn ehf
  • Strategía ehf
  • Enor ehf
  • KPMG
  • Deloitte ehf

Viðskiptaráðgjöf

  • Impact Consulting ehf
  • Auðnast ehf
  • Intellecta ehf
  • 360 Rekstrarráðgjöf ehf
  • ARCUR
  • Peritus Ráðgjöf slf
  • Hoobla ehf
  • PwC
  • Móholt ehf
  • Expectus ehf
  • Strategía ehf
  • Enor ehf
  • KPMG
  • Analytica ehf
  • Deloitte ehf

Fjármálaráðgjöf

  • Impact Consulting ehf
  • Intellecta ehf
  • 360 Rekstrarráðgjöf ehf
  • ARCUR
  • Hoobla ehf
  • PwC
  • Strategía ehf
  • Enor ehf
  • KPMG
  • Analytica ehf
  • Deloitte ehf

Gildandi verð birgja er að finna undir “Skoða kjör” hér að ofan á síðunni.

Kaup innan samningsins

  • Bein kaup

Ef verkefni kallar á vinnu í einum flokk (A til C) og í einum þjónustulið getur kaupandi keypt með beinum kaupum á kjörum samningsaðila.

Val kaupanda takmarkast af þeim bjóðendum sem eru með starfsfólk eða verktaka í viðkomandi flokki og þjónustulið. Kaupendur velja birgja/seljanda á grundvelli hagkvæmasta verðs.

Í beinum kaupum eru allir skilmálar fyrirfram settir af kaupanda – þ.m.t. fjölda vinnutíma og skilafrest verkefnis. Ef birgi afþakkar verkefnið (eða samþykkir ekki skilmála kaupandans) skal velja þann næsta í röðinni og svo koll af kolli. Kaupanda er heimilt að efna til örútboðs ef enginn birgi samþykkir verkefni.

  • Örútboð

Ef verkefni kallar á vinnu í fleiri en einum þjónustulið en kaupandi metur að það sé ekki hægt að skipta verkefni í hluta eftir þjónustuliðum og/eða kallar á vinnu í fleiri en einum starfsmannaflokki þá skal kaupandi bjóða út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn. Kaupendum í örútboðum er heimilt að ítra kröfur til boðinnar þjónustu umfram lágmarksskilyrði sem sett eru til þjónustu í þessu útboði. Sama gildir um áskilnað í örútboði um aukið hæfi til bjóðenda til fullnustu vöru og þjónustu.

 

Verðbreytingar

Heimilt er að óska eftir verðbreytingu einu sinni á ári, í fyrsta lagi 12 mánuðum eftir að bindandi samningur kemst á. Verðbreytingar miðast við árlega breytingu á launavísitölunni sem er útgefin af Hagstofu Íslands - Launavísitala. Verðbreyting verður reiknuð út frá breytingu á vísitölu yfir tólf mánaða tímabil vegna síðastliðins árs. Verðbreytingar miðast við grunngildi launavísitölu 2023M07 – 947,2. Aðeins er hægt að óska eftir verðbreytingum verði hækkun eða lækkun á vísitölu um sem nemur umfram +/-5%. Samþykkt verðbreyting til hækkunar eða lækkunar reiknast út frá breytingu umfram +/-5% af vísitölu. Breytta samningsverðið myndar nýjan grunn fyrir verðbreytingar í samningnum. Beiðnir um verðbreytingar berist á rammasamningar@fjs.is.

Skilamat verkefna

Kaupendur áskilja sér rétt til að gera mat á gæðum þjónustu við lok hvers verkefnis og gefa ráðgjafa/birgja einkunn samkvæmt neðangreindum matsþáttum. Hæsta einkunnin er 100 stig. Falleinkunn er 50 stig eða færri.

Ef kaupandi gefur ráðgjafa falleinkunn þá skal kaupandi senda ráðgjafa rökstuðning fyrir falleinkunnina og upplýsa Ríkiskaup um hana.

Í rökstuðningi þarf kaupandi að gera grein fyrir athugasemdum sem gerðar voru í samskiptum við seljanda í framvindu verkefnisins. Kaupandi þarf einnig að rökstyðja í stuttu máli sína einkunn (0 eða 10 stig) í liðum Gæði á vinnu ráðgjafa, Gæði skilagagna og Lausnir/lausnamiðuð vinnubrögð (sjá eyðublað í viðauka).

Ef seljandi telur að það séu reiknivillur í einkunninni/skilamatinu þá getur hann gert athugasemd við kaupanda innan við 3 virka daga frá því að hann fær rökstuðninginn. Skilamatið er trúnaðarmál og verða hvorki aðrir kaupendur né seljendur innan samningsins upplýstir um það. Ef birgi fær falleinkunn þrisvar sinnum vegna viðskipta innan rammasamningsins þá telst það veruleg vanefnd á samningi og Ríkiskaup áskilja sér rétt til að segja upp rammasamningi við viðkomandi birgja.

Matið fer fram eins og segir hér að neðan:

  1. Verkefnastjórn (50 stig)

Ráðgjafi fær 50 stig ef kaupandi gerir engar athugasemdir við framvindu verkefnisins. Ef kaupandi gerir athugasemdir þá lækkar heildareinkunnin um 10 stig fyrir hverja athugasemd. Ef fimm eða fleiri athugasemdir eru gerðar þá fær ráðgjafi 0 stig.

  1. Gæði vinnu og skilagagna (50 stig)

Vinna ráðgjafa er metin skv. eftirfarandi liðum. Fyrir hvern lið fær ráðgjafi 10 eða 0 stig.

  • Gæði á vinnu ráðgjafa m.t.t. þeirrar aðferðarfræði og verkefnalýsingar sem gefin var út í upphafi verks
  • Gæði skilagagna
  • Lausnir í samræmi við verkefnalýsingu og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Áætlaður fjöldi vinnutíma í verkefninu stóðst
  • Verkefni skilað á réttum tíma

Seljendur

360 Rekstrarráðgjöf ehf
Kalkofnsvegur 2
Sími: 6996952
Tengiliður samnings
Kristján Gíslason
Analytica ehf
Síðumúla 14
Sími: 5278800
Tengiliður samnings
Yngvi Harðarson
ARCUR
Skipholt 50D
Sími: 7727997
Tengiliður samnings
Arnar Pálsson
Auðnast ehf
Grensásvegur 50
Sími: 4824004
Tengiliður samnings
Ingi Sturluson
Deloitte ehf.
Dalvegur 30
Sími: 5803000
Tengiliður samnings
Enor ehf.
Hafnarstræti 53
Sími: 4301800
Tengiliður samnings
Davíð Búi Halldórsson
Expectus ehf
Suðurlandsbraut 10
Sími: 4449800
Tengiliður samnings
Helga Dögg Björgvinsdóttir
Hagvangur
Skógarhlíð 12
Sími: 8938960
Tengiliður samnings
Geirlaug Jóhannsdóttir
Hoobla ehf
Borgartún 23
Sími: 4979777
Tengiliður samnings
Harpa Magnúsdóttir
Impact Consulting ehf.
Blómahæð 6
Sími: 6903176
Tengiliður samnings
Ingvar Birgisson
Intellecta ehf.
Sími: 5111225
Tengiliður samnings
Einar-Thor Bjarnason
KPMG hf.
Borgartun 27
Sími: 5456000
Tengiliður samnings
Helga Garðarsdóttir
Móholt ehf
Ármúli 3
Sími: 8603103
Tengiliður samnings
Bjarni Guðmundsson
Origo ehf.
Borgartún 37
Sími: 5161000
Tengiliður samnings
Emil Gunnar Einarsson
Peritus Ráðgjöf slf
Uglugata 56
Sími: 859 1469
Tengiliður samnings
Lárus Hjartarson
Pricewaterhouse Coopers ehf.
Skógarhlíð 12
Sími: 5505300
Tengiliður samnings
Örn Valdimarsson
Strategía ehf
Kringlunni 7
Sími: 6600865
Tengiliður samnings
Guðrún Ragnarsdottir
Vinnvinn ehf
Kringlan 7
Sími: 5521212
Tengiliður samnings
Jensina Kristín Böðvarsdóttir

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.