Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 05.02 Samgöngusamningur: Leigubílaþjónusta, raf- skútu og hjól, deilibílar

Samgöngusamningur: Leigubílaþjónusta, raf- skútu og hjól, deilibílar

  • Gildir frá: 17.11.2023
  • Gildir til: 17.11.2025

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 17.11.2023 og gildir í tvö ár með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í eitt ár í senn.

Samningur nær yfir alhliða samgönguþjónustu í þremur hlutum.

  1. Leigubifreiðaakstur
  2. Raf-skútur og hjól
  3. Deilibílaakstur

Markmið rammasamningsins er að tryggja áskrifendum rammasamnings (kaupendum) hagkvæm verð á samgönguþjónustu og vinna um leið að markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum.

Sameiginlegt markmið kaupenda og samningshafa er að stuðla að aukinni hlutdeild vistvænna ökutækja í þjónustu við kaupendur hjá hinu opinbera. Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins fylgir aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2021 og stefnan sjálf gildir til ársins 2030. Stefnan hefur margfeldisáhrif því hún beinir kastljósinu að mikilvægi þess að stofnanir og fyrirtæki hugsi um kolefnisspor sitt og setji sér loftslagsstefnu. Auk þess eykur hún eftirspurn eftir loftslagsvænni lausnum í samfélaginu, svo sem visthæfum leigubílum.

Kaupendur geta kynnt sér umhverfisstefnu seljenda ásamt almennri kynningu á þeirri þjónusut undir "skoða kjör".

Kaup innan samnings 

Ekki er gert ráð fyrir örútboðum í þessum samning. Kaupendur panta beint af seljanda. Við fyrstu kaup, skal kaupandi stofna reikningviðskipti við seljenda með því að hafa samband við seljenda til að setja upp aðgang. Tengiliðsupplýsingar seljenda má finna undir "seljendur".

Versla við Hopp

Versla við Hreyfil

Versla við Taxi service

Versla við Zolo

Allir seljendur bjóða upp á rafrænar greiðsluleiðir og reikningsviðskipti:

Föst verð: 

Kjör innan samnings eru föst í 12 mánuði. Kjör sem eru kaupendum aðengileg undir "skoða kjör" innihalda allan kostnað og gjöld sem hljótast af vegna vörukaupa. Samningsfjárhæðir 
eru með vsk og haldast óbreytt í 12 mánuði frá gerð samnings. Eftir þann tíma getur seljandi farið fram á árlegar verðbreytingar að hámarki samkvæmt verðbreytingarákvæði og í takt við eftirfarandi vísitölur: launavísitölu, rekstur ökutækja og viðhald& viðgerðir. 

Á reikningsyfirliti skal koma fram upplýsingar um:

  • Aflgjafa ökutækis í samræmi við grænt bókhald 
  • Dagsetningu
  • Tíma á upphaf og lokun ferðar
  • Ekna km
  • Stöðvanúmer ferðamáta
  • Upphæð ferðar
  • Upphafs- og lokastaðsetningu ferðar.

Í lok hvers mánaðar eru gögnin færð á reikning viðkomandi kaupenda.

Keflavík

Kaupandi pantar bíl hjá viðeigandi aðila innan samnings og fær upplýsingar frá birgja hvort að viðkomandi eigi að mæta leigubílnum við stæði merkt forbókaðir bílar, eða mæta bílstjóra inní komusal Leifstöðvar. 

Hér er teikning sem sýnir staðsetningu forbókuðu stæði í Keflavík

Airport Parking er staðsett hér á korti, merkt #4. Eins og sést er það rétt við útganginn til að nálgast leigubílasvæðið.

Ef ágreiningur myndast er hægt að hafa samband við starfsmann Isavia í afgreiðslu Airport Parking eða senda póst á samgongur@isavia.is 

Seljendur

Hopp
Skúlagata 13
Tengiliður samnings
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir
Hreyfill svf.
Fellsmúla 26
Sími: 5885522 / 8977158
Tengiliður samnings
Haraldur Axel Gunnarsson
Taxi Service
Sími: +354 ​5885500
Tengiliður samnings
Jóhann Sigfússon
Zolo
Lágmúli 5, 7.hæð
Tengiliður samnings
Adam Karl Helgason

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.