RK 14.26 Ráðgjöf í umhverfis-, skipulags- og byggingamálum
- Gildir frá: 18.06.2024
- Gildir til: 18.06.2025
Um samninginn
Rammasamningurinn um ráðgjöf í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum tók gildi 18 júní 2024 í kjölfar af útboði 21712 og gildir í eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum um eitt ár í senn. Kaupendur athugið að lögfræðiráðgjöf er ekki hluti af þessum samningi.
Samningi er skipt í fimm hluta:
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Umferða- og gatnamál
- Umhverfismál
- Veitur
Í hverjum hluta samningsins eru 6 hæfisflokkar sem uppfylla eftirfarandi kröfur um menntun og reynslu (athugið að það eru 3 möguleikar í flokki A og 2 möguleikar í flokki B):
|
Þekking/menntun |
Reynsla / starfsleyfi / löggilding |
Flokkur A |
PhD gráða |
Að minnsta kosti 3 ára starfsreynsla |
Flokkur A |
MSc/MA gráða eða sambærileg menntun (270 ECTS einingar) |
Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla |
Flokkur A |
BSc eða BA gráða eða sambærileg menntun (180 ECTS einingar) |
Að minnsta kosti 10 ára starfsreynsla |
Flokkur B |
BSc/BA gráða eða sambærileg menntun (180 ECTS einingar) |
Að minnsta kosti 3 ára starfsreynsla |
Flokkur B |
Starfsmaður án háskólamenntunar eða hefur lokið að lágmarki diplómanámi |
Að minnsta kosti 10 árs starfsreynsla |
Flokkur C |
Starfsmaður án háskólamenntunar eða hefur lokið að lágmarki diplómanámi |
Að minnsta kosti 1 árs starfsreynsla |
Flokkur D |
Starfsfólk með starfsleyfi byggingastjóra |
Starfsleyfi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun |
Flokkur E |
Starfsfólk með löggildingu hönnuða |
Löggilding hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun |
Flokkur F |
Starfsfólk með löggildingu iðnmeistara |
Löggilding hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun |
Upplýsingar um birgja og kjör er að finna undir “Skoða kjör” hér að ofan á síðunni.
Kaup innan samningsins
- Bein kaup
Ef verkefni kallar á vinnu í einum flokk (A til F) getur kaupandi keypt með beinum kaupum á kjörum samningsaðila.
Val kaupanda takmarkast af þeim bjóðendum sem eru með starfsfólk eða verktaka í viðkomandi flokki og þjónustulið/um. Kaupendur velja birgja/seljanda á grundvelli hagkvæmasta verðs. Ef sá aðili getur ekki tekið verkefnið að sér (t.d. sökum anna) skal velja þann næsta í röðinni og svo koll af kolli.
Í beinum kaupum eru allir skilmálar fyrirfram settir af kaupanda – þ.m.t. fjölda vinnutíma og skilafrest verkefnis. Ef birgi afþakkar verkefnið (eða samþykkir ekki skilmála kaupandans) skal velja þann næsta í röðinni og svo koll af kolli. Kaupanda er heimilt að efna til örútboðs ef enginn birgi samþykkir verkefni.
- Örútboð
Ef verkefni kallar á vinnu í fleiri en einum þjónustulið en kaupandi metur að það sé ekki hægt að skipta verkefni í hluta eftir þjónustuliðum og/eða kallar á vinnu í fleiri en einum starfsmannaflokki þá skal kaupandi bjóða út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.
Kaupendum í örútboðum er heimilt að ítra kröfur til boðinnar þjónustu umfram lágmarksskilyrði sem sett eru til þjónustu í þessu útboði. Sama gildir um áskilnað í örútboði um aukið hæfi til bjóðenda til fullnustu vöru og þjónustu.
Í örútboðum geta kaupendur sett fram kröfur um reynslu á því verkefnasviði sem bjóða á út og sú reynsla er þá hluti af tæknilýsingu örútboðs. Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar kröfur til þjónustu bjóðanda eftir eðli og umfangi verkefnisins. Til dæmis er heimilt að fara fram á reynslu í að veita ráðgjöf í sambærilegum verkefnum til hins opinbera.
Þegar kaupandi gerir samning á grundvelli rammasamningsins, hvort sem er með beinum samningi eða eftir örútboð, skal kaupandi senda einfalda tilkynningu um samning með tölvupósti á netfang utbod@rikiskaup.is.
Verðbreytingar
Heimilt er að óska eftir verðbreytingu einu sinni á ári, í fyrsta lagi 12 mánuðum eftir að bindandi samningur kemst á. Verðbreytingar miðast við árlega breytingu á launavísitölunni sem er útgefin af Hagstofu Íslands - Launavísitala. Verðbreyting verður reiknuð út frá breytingu á vísitölu yfir tólf mánaða tímabil vegna síðastliðins árs. Aðeins er hægt að óska eftir verðbreytingum verði hækkun eða lækkun á vísitölu um sem nemur umfram +/-5%. Samþykkt verðbreyting til hækkunar eða lækkunar reiknast út frá breytingu umfram +/-5% af vísitölu. Breytta samningsverðið myndar nýjan grunn fyrir verðbreytingar í samningnum. Breytingar miðast við grunngildið sem er í gildi á opnunardegi tilboða - 2024M01 – 970,8. Beiðnir um verðbreytingar berist á rammasamningar@fjs.is.
Skilamat verkefna
Kaupendur áskilja sér rétt til að gera mat á gæðum þjónustu ráðgjafa/birgja á 4. mánaða fresti meðan á verkefni stendur og við lok hvers verkefnis og gefa ráðgjafa/birgja einkunn samkvæmt neðangreindum matsþáttum. Hæsta einkunnin er 100 stig. Falleinkunn er 50 stig eða færri. Eyðublað fyrir skilamat verkefna er að finna undir “Skoða kjör” hér að ofan á síðunni.
Ef kaupandi gefur ráðgjafa falleinkunn þá skal kaupandi senda ráðgjafa rökstuðning fyrir falleinkunnina og upplýsa Ríkiskaup um stöðuna. Ef seljandi telur að það séu reiknivillur í einkunninni/skilamatinu þá getur hann gert athugasemd við kaupanda innan við 3 virka daga frá því að hann fær rökstuðninginn. Þetta skilamat verður trúnaðarmál og verða aðrir kaupendur innan samningsins ekki upplýstir um þessa falleinkunn en ef sami birgi fær falleinkunn tvisvar sinnum vegna viðskipta innan rammasamningsins þá telst það veruleg vanefnd á samningi og Ríkiskaup áskilja sér rétt til að segja upp rammasamningi við viðkomandi birgja.
Í rökstuðningi þarf kaupandi að útlista athugasemdirnar sem gerðar voru í samskiptum við seljanda í framvindu verkefnisins. Kaupandi þarf einnig að rökstyðja í stuttu máli sína einkunn - 0, 10 eða 20 stig vegna liðar 2. Skjölun og 0 eða 10 stig fyrir hvern undirlið í lið Gæði vinnu ráðgjafa og skilagagna (sjá eyðublað í viðauka).
Matið fer fram eins og segir hér að neðan:
- Verkefnastjórn (30 stig)
Ráðgjafi fær 30 stig ef kaupandi bókar engar athugasemdir við framvindu verkefnisins. Ef kaupandi gerir athugasemdir þá lækkar heildareinkunnin um 10 stig fyrir hverja athugasemd. Ef þrjár eða fleiri athugasemdir eru bókaðar þá fær ráðgjafi 0 stig.
- Skjölun (20 stig)
Verkkaupi gerir kröfu um skjölun gagna og upplýsingalíkana skv. verkefnislýsingu.
- Ef skjölun á gögnum í verkefninu er í fullu samræmi við verklýsingu verkkaupa fær ráðgjafi 20 stig.
- Verða minniháttar frávik eða tafir á frágangi skjölunar fær ráðgjafi 10 stig.
- Ef skjölun vantar eða ákvarðanir ekki bókaðar fær ráðgjafi 0 stig.
- Gæði vinnu og skilagagna (50 stig)
Vinna ráðgjafa er metin skv. eftirfarandi liðum. Fyrir hvern lið fær ráðgjafi 10 eða 0 stig.
- Gæði skilagagna m.v. verkefnalýsingu.
- Lausnir í samræmi við verkefnalýsingu.
- Frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð.
- Áætlaður fjöldi vinnutíma í verkefninu m.v. samþykkta tímaáætlun stóðst.
- Verkefni skilað á réttum tíma.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.