RK 06.02 Vöruflutningar innanlands
- Gildir frá: 28.12.2018
- Gildir til: 29.03.2024
Um samninginn
Þessi samningur er útrunnin. Fjársýslan hefur tekið ákvörðun um að bjóða hann ekki út að nýju.
Samningur er gerður í kjölfar útboðs nr. V20832.
Gildissvið
Rammasamningurinn nær til kaupa á vöruflutningum með ökutækjum á landi, milli þéttbýlisstaða innanlands. Flutningar með flugi eða á sjó falla utan gildissviðs þessa útboðs.
Vöruflutningar innan höfuðborgarsvæðisins eða innan sama þéttbýlisstaðar falla utan gildisviðs rammasamningsins. Þá falla einnig kaup á sérhæfðum vöruflutningi, þar sem þörf er á kranaþjónustu eða öll umhleðsla er mjög áhættusöm, utan samnings þessa.
Einnig falla vöruflutningar í tengslum við önnur vörukaup kaupendahópsins, utan gildisviðs rammasamningsins þessa, sé flutningur innifalinn í kaupverði og/eða vegna sérstakra aðstæðna ekki hægt að aðskilja hann frá vörukaupum.
Þá er kaupendum innan rammasamningsins sem eiga ökutæki ávallt heimilt að nýta þau til vöruflutninga.
Samningi um vöruflutninga er skipt í tvo hluta A og B.
A-hluti nær yfir akstursþjónustu til/frá afgreiðslustað heim til sendanda/móttakanda.
B-hluti nær til flutninga til og frá stærstu þéttbýlisstöðum landsins: Reykjavík, Akureyri, Egilstöðum og Ísafjörður, og til og frá tilgreindra afgreiðslu staða innan svæða.
Seljendur / þjónustuaðilar
Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520
Samskip hf., kt. 4409861539.
Samningsskilmálar
Vöruflutningaskilmálar
Eftirtalin lög og skilmálar skulu gilda um alla vöruflutninga samkvæmt útboðsskilmálum þessum:
- Landflutningalög nr. 40/2010.
- Almennir þjónustuskilmálar S.V.Þ. (Samtök verslunar og þjónustu), eins og þeir eru á hverjum tíma.
- Almennir flutningsskilmálar þess sem sér um flutninginn.
Skulu ríkustu kröfur og réttindi ofangreindra laga og skilmála gilda samkvæmt samningi þessum.
Vöruflutningartími og akstursáætlanir
Mótteknar vörur skulu ávallt sendar af stað innan 24 stunda frá möttöku þeirra og vera komnar á áfangastað eigi seinna en 72 stundum frá afhendingu. Kaupandi á rétt á 20% afslætti af flutningsverði standist vöruflutningar ekki tímamörk samkvæmt ákvæði þessu.
Flytjandi skal gefa út og birta allar akstursáætlanir sínar á vefsíðu sinni.
Vörumeðhöndlun
Flytjandi skal ávallt tryggja að öll vörumeðhöndlun sé í samræmi við viðurkendar aðferðir og reglur sem taka til vöruflutninga og geymslu matvæla. Það skal ávallt tryggt að vörur sem krefjast sérstakrar vörumeðhöndlunar séu meðhöndlaðar og fluttar samkvæmt þeim reglum sem um flutninginn gilda.
Afhending og móttaka
Afhending og móttaka fer fram á vöruafgreiðslustöðum flytjanda nema tekið sé fram í flutningsforsendum að óskað sé eftir að vörur séu sóttar eða afhentar á starfsstöð eða heimili. Á þeim þéttbýlisstöðum þar sem flytjandi er ekki með vöruafgreiðslustöð skal afhending og móttaka fara fram á auglýstum stoppustað innan þéttbýlisstaðar á fyrirfram ákveðnum og auglýstum afgreiðslutíma.
Farmtryggingar
Allar vörusendingar skulu að lágmarki vera tryggðar í flutningi fyrir allt að 10.000.000 kr. Gjöld fyrir farmtryggingu skulu vera innifaldnar í flutningsverði og skulu vátryggingaskilmálar tryggingafélags aðgengilegir á vefsíðu flytjanda.
Ákvæði þetta takmarkar á engan hátt heimildir til bóta samkvæmt lögum um landflutninga.
Vöruafgreiðslustaðir og opnunartími
Flutningsaðilar skulu að lágmarki vera með eina vöruagreiðslustöð í hverjum landshluta þar sem hægt er að taka á móti vörum og afhenda þær alla virka daga frá kl. 08:00-16:00.
Undantekning er gerð á ákvæði þessu í þeim tilfellum þar sem bjóðandi starfrækir ekki sérstakar vöruafgreiðslur en í stað þess sækir og skilar vörum beint til sendanda og móttakanda.
Á þeim þéttbýlisstöðum þar sem flytjandi er ekki með vöruafgreiðslustöð skal móttakandi fá tilkynningu með upplýsingum um það hvænær afhending er áætluð. Séu vörur ekki sóttar á afhendingarstað og á afhendingartíma samkvæmt tilkynningu skal móttaka vörunnar flytjast yfir á þá vöruafgreiðslustöð sem tilgreind er í tilboðshefti.
Flutningsverð
Flutningsverð má eingöngu samanstanda af eftirtöldum fjöldum:
- Flutningsgjaldi.
- Olíugjaldi.
- Afgreiðslu- eða þjónustugjaldi.
Og eftir atvikum einnig eftirfarandi gjöldum: - Stykkjavörugjaldi.
- Vörumeðhöndlunargjaldi.
- Sendingagjaldi.
- Geymslugjaldi.
Skilgreining gjalda
Flutningsgjald
Flutningsgjald leggst á allan vöruflutning samkvæmt útboðslýsingu þessari. Flutningsgjald er mismunandi milli þéttbýlisstaða og tekur mið af þyngd og rúmmáli þess sem flytja skal. Flutningsgjöldum samkvæmt útboðslýsingu þessari er skipt niður í 14 flokka eftir þyngd og rúmmáli þar sem einn rúmmetri reiknast sem 350 kg. Flutningsgjöld eru ákvörðuð út frá tilboði bjóðanda.
Olíugjald
Olíugjald leggst á allan vöruflutning samkvæmt útboðslýsingu þessari. Olíugjald er ákveðið prósentuhlutfall af boðnu flutningsgjaldi. Olíugjöld eru ákvörðuð út frá tilboði bjóðanda.
Afgreiðslu- eða þjónustugjald
Afgreiðslu- eða þjónustugjald leggst á allan vöruflutning samkvæmt útboðslýsingu þessari. Afgreiðslu- eða þjónustugjald er óháð stærð og áætlunarstað þess sem flytja skal. Afgreiðslu- eða þjónustugjöld eru ákvörðuð út frá tilboði bjóðanda.
Stykkjavörugjald
Stykkjavörugjald samkvæmt útboðslýsingu þessari er gjald sem reiknast á hverja einingu umfram eina á hverju fylgibréfi og er óháð stærð og áætlunarstað þess sem flytja skal. Stykkjavörugjöld eru ákvörðuð út frá tilboði bjóðanda.
Vörumeðhöndlunargjald
Vörumeðhöndlunargjald er ákveðið prósentuhlutfall af boðnu flutningsgjaldi og bætist eingöngu við þegar vöruflutningur þarfnast sérstakrar meðhöndlunar, þar sem hann annaðhvort helst hættulegur, eða þarfnast sérstakrar vörumeðhöndlunar samkvæmt flutningsforsendum kaupanda. Vörumeðhöndlunargjöld eru ákvörðuð út frá tilboði bjóðanda.
Sendingargjald
Sendingargjöld eru gjöld sem leggjast á vöruflutning þegar sendandi óskar eftir því að vörur séu sóttar á starfsstöð kaupanda og/eða sendar alla leið heim á starfsstöð eða heimilis móttakanda. Sendingargjöld samkvæmt útboðslýsingu þessari er skipt niður í 16 flokka (HA-LH) eftir þyngd og staðsetningu. Sendingargjöld eru ákvörðuð út frá tilboði bjóðanda.
Geymslugjald
Geymslugjald er gjald sem flytjandi getur krafist vegna geymslu á ósóttum vörum. Gjaldið skal leggjast daglega ofan á vörusendingar frá og með 6. almanaksdegi frá komudegi þeirra, að því gefnu að tilkynning um komu hafi sannanlega verið send móttakanda á komudegi. Ef ekki, þá skal geymslugjald reiknast frá því að tilkynning hefur verið send. Geymslugjöld skulu ákvörðuð út frá gildandi gjaldskrá viðkomandi flytjanda.
Kaup innan rammasamnings
Kaupendur skulu velja flutningsaðila með eftirfarandi aðferðum:
A. Bein kaup:
Val á flutningsaðila samkvæmt niðurstöðu reiknivélar.
Kaupendur skulu færa flutningsforsendur skilmerkilega inn í flutningsreiknivél Ríkiskaupa. Reiknivélin mun í kjölfarið birta þau tilboðsverð sem í gildi eru og velja þann flutningsaðila sem býður lægsta flutningsverðið byggt á flutningsforsendum kaupanda. Finna má flutningareiknivél Ríkiskapa á læstu svæði fyrir áskrifendur undir flipanum „Skoða kjör“.
B. Kaup með örútboðum:
Kaup á vöruflutningum yfir 1.000.000 kr.
Kaupendur sem hafa keypt vöruflutningarþjónustu fyrir 1.000.000 kr. eða meira á liðnu ári hafa heimild til að fara í örútboð.
C. Flutningur á vörum sem sagðar eru illmælanlegar.
Sé það niðurstaða flutningsaðila að vörur séu illmælanlegar og í ljósi þess gildi ekki tilboðsverð flytjanda við flutning vörunnar eða þess krafist að álag vegna þessara þátta leggist ofan á tilboðsverð skulu kaupin boðin út með örútboði.
Tilboð frá seljendum / þjónustuaðilum
Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.
Tilkynningar um verðbreytingar á samningstíma
Seljendur hafa heimild til að óska eftir verðbreytingum á tilboðsverði samkvæmt útboði þessu á sex mánaða fresti, í fyrsta sinn sex mánuðum frá gildistöku samnings. Tilboðsverð og verðbreytingar skulu ávallt tryggja aðilum rammasamnings afslátt frá almennri verðskrá bjóðanda.
Ósk um verðbreytingu ásamt nýjum tilboðsverðum skulu berast á tölvutæku formi. Formið, sem finna má í tilboðshefti, skal sent útfyllt á netfangið rikiskaup@rikiskaup.is. Í efnislínu tölvupósts skal taka fram númer rammasamnings og að um sé að ræða ósk um verðbreytingu. Um framkvæmd verðbreytinga gildir almennt, að ósk frá seljendum verður að vera móttekin í síðasta lagi 5 dögum fyrir frestdag og skal hún taka formlega gildi á frestdegi.
Verðbreytingar verða færðar inn í gagnagrunn flutningsrreiknivélar Ríkiskaupa. Hækkun og/eða lækkun á tilboðsverði mun hafa áhrif á niðurstöður reiknivélar og geta slíkar breytingar haft áhrif á val á flutningsaðila við kaup á vöruflutningarþjónustu samkvæmt samningi þessum.
Komi í ljós á samningstíma að seljandi hafi ekki veitt umsaminn afslátt til kaupanda mun seljandi verða krafinn um leiðréttingu allt aftur til upphafs samnings.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.