RK 05.01 Bílaleigubílar
- Gildir frá: 09.03.2021
- Gildir til: 09.03.2025
Um samninginn
Nýr samningur um bílaleigubíla tók gildi þann 09.03.2021 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. Samningnum hefur nú verið framlengt í um eitt ár til viðbótar og gildir því nú til 09.03.2025
Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningum á samningstíma hafa gert rammasamning um leigu á bílaleigubílum. Bæði er um að ræða bíla til skammtímaleigu sem og langtímaleigu (lengri en 1 mánuð).
Samkvæmt reglugerð um bifreiðamál ríkisins (1281/2014) skal kaup eða rekstrarleiga á bifreiðum eiga sér stað að fengnu samþykki bílanefndar f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis. Á það t.d. við um langtímaleigu á bílaleigubílum, meira en tilfallandi stutta leigu til að brúa bil eða svara tilfallandi þörf.
Markmið rammasamningsins er að tryggja áskrifendum rammasamnings (kaupendum) hagkvæm verð á bílaleigubílum og vinna um leið að markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Sameiginlegt markmið kaupenda og samningshafa verði að stuðla að aukinni hlutdeild vistvænna ökutækja í þjónustu við kaupendur hjá hinu opinbera. Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins fylgir aðgerðaáætlun til ársins 2022 en stefnan sjálf gildir til ársins 2030. Stefnan hefur margfeldisáhrif því hún beinir kastljósinu að mikilvægi þess að stofnanir og fyrirtæki hugsi um kolefnisspor sín og setji sér loftslagsstefnu. Auk þess eykur hún eftirspurn eftir loftslagsvænni lausnum í samfélaginu, svo sem visthæfum bílaleigubílum.
Kaup innan samnings
Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:
- Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið.
- Bjóða skal út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn ef annað hvort neðangreint á við. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan:
- Langtímaleigu, þ.e. ef leigja á bifreið til lengri tíma en eins mánaðar
- Leigu á fleiri en 3 bifreiðum í sömu bókun
Svo fremi málefnalegar forsendur tengjast eðli samnings er heimilt í örútboði setja fram eftirfarandi valforsendur:
- Verð 50-100%
- Þjónusta, umfang, vottun 0-50%
- Afhendingarstaður og skilastaður bifreiðar 0-50%
- Aukin umhverfisskilyrði 0-50%
- Gæðavottanir vöru eða þjónustu 0-50%
- Gæði (tæknilegir/vinnuhagræðilegir/hönnunarlegir eiginleikar) 0-50%
- Útlit, s.s. litur, form o.s.frv. 0-35%
- Afgreiðslu- og afhendingartími 0-50%
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.