21514 - Úttekt á Betri vinnutíma
13. janúar 2022
Tilboð bárust frá:
- Hoobla ehf.
- KPMG
- Zenter rannsóknir
- KPMG
Heildarverð samningshluta 1 er að hámarki 30 milljónir króna sem skiptist í 17 milljónir til samningsaðila A sem hlýtur hæstu stigatölu í gæðamati og tilboðí aðferðafræði og framkvæmd áúttekt kjara- og mannauðssýslu, ráðuneytum og 15 stofnunum, og 13 milljónir að hámarki til samningsaðila B sem framkvæmir stöðumat á 15 öðrum stofnunum. Valkvætt ákvæði samningshluta 1 snýr að kaupum á stöðumötum hjá öðrum stofnunum en tilgreindar hafa verið. Þau valkvæðu ákvæði eru ekki innifalin í verðmati samnings.
Í samningshluta 2 verður gerður samningur við A, B og 3 aðra samningsaðila í valkvæðum kaupum á ráðgjöf á uppsettu tímagjaldi. Ekki er víst að nein kaup eigi sér staðí samningshluta 2, hann er að fullu valkvæður fyrir ríkisaðila.
Áætlað er að umfang vinnu við fyrirhugað verkefni sem falla mun undir rammasamning þennan geti verið í heild sinni u.þ.b 1600 tímar í fyrsta hluta, eins og fram kemur í kafla 1.5.2. útboðslýsingar. Annar hluti er valkvæður og getur nýting hans að hámarki verið 2000 tímar á sama tímagjaldi og fram kemur í kafla 1.5.2. útboðslýsingar. Er það þó aðeins áætlun miða við stöðuna í dag og endurspeglar ekki endilega nýtingu samnings og er alls ekki loforð um nýtingu samnings þar um eða takmörkun á nýtingu hans.
Opnunarskýrsla felur ekki í sér niðurstöðu útboðs. Í opnunarskýrslu er einungis birt heildartilboðsfjárhæð en endanlegt val getur ráðist af fleiri valforsendum skv. útboðsgögnum. Framsetning opnunarskýrslu er með fyrirvara um hugsanlega reiknivillu og að ekki er búið að meta gildi tilboða. Komi í ljós að fjárhæðir í opnunarskýrslu eru ekki réttar miðað við framsetningu tilboðsblaðs og leiðbeiningar um útfyllingu á því, verður leiðrétt opnunarskýrsla birt eins fljótt og unnt er.
Ríkiskaup þakka fyrir þátttökuna.