Birting auglýsinga
Á utbodsvefur.is eru birtar auglýsingar og eða tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Undir það flokkast innkaup ríkis, sveitarfélaga og veitufyrirtækja þegar fjárhæðir innkaupa eru yfir innlendum og erlendum útboðsmörkum.
Einungis opinberar aðilar geta óskað eftir aðgang og auglýst útboð á þessum útboðsvef. Ef viðkomandi (sveitarfélag / opinber aðili) hefur ekki aðgang að útboðsvefnum þarf að hafa samband við Ríkiskaup um birtingu útboðsauglýsingar.
Auglýsingar sem fara inn á útboðsvefur.is skulu vera á íslensku, einnig í þeim tilfellum sem útboðsgögnin eru á öðrum tungumálum, í samræmi við lög nr 61/2011. Auglýsingar fyrir útboðsgögn á öðrum tungumálum mega einnig vera á þeim tungumálum á vefnum.
Auglýsingar verða að vera skýrar og innihalda nægilegar upplýsingar til að hægt sé að átta sig á eðli viðskiptanna sem boðin eru út. Sé notaðar skammstafanir þarf fullur texti einnig að vera með til skýringar.