21514 - Úttekt á Betri vinnutíma
Ágæti viðtakandi
Það tilkynnist hér með að tilboð frá eftirtöldum aðilum hefur verið endanlega samþykkt í þeim hlutum er fram kemur hér að neðan og er því kominn á bindandi samningur milli aðila.
Fyrri hluti útboðs, úttekt og aðferðafræði
- KPMG2
- KPMG1
Seinni hluti, ráðgjafavinna með stofnunum - valkvætt:
- KPMG2
- KPMG1
- Zenter rannsóknir
- Hoobla ehf.
Samningur kemur til framkvæmda eins og fram kom í útbosðgögnum eða samkvæmt samkomulagi milli aðila og mun kaupandi vera í samskiptum við aðila vegna framkvæmdar.
Bjóðendum var tilkynnt með tölvupósti þann 25. janúar sl. að ákveðið hefði verið að velja tilboð þeirra er fram koma hér að ofan (einkunn fylgdi vali tilboða) og ennfremur að a.m.k. tíu dagar skuli líða frá því að ákvörðun um val tilboðs er tilkynnt þar til tilboð er endanlega samþykkt.
Í XI. kafla laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) er fjallað um kærunefnd útboðsmála. Þar kemur fram í 1. mgr. 106 gr.: Kæra skal borin skriflega undir kærunefnd útboðsmála innan 20 daga frá því að kærandi vissi um eða mátti vita um þá ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi sem hann telur brjóta gegn réttindum sínum. Kröfu um óvirkni samnings er þó heimilt að bera undir nefndina innan 30 daga frá framangreindu tímamarki. Þó verður krafa um óvirkni samnings ekki höfð uppi þegar sex mánuðir eru liðnir frá gerð hans. Nánari ákvæði um fresti eru í 106. gr. Fyrir hverja kæru skal kærandi greiða kærugjald að fjárhæð 150.000 kr.
Í kæru skulu koma fram upplýsingar um kæranda, þann aðila sem kæra beinist að (varnaraðila) og ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi sem er kærð. Í kæru skulu koma fram kröfur kæranda ásamt stuttri lýsingu málsatvika og málsástæðna og rökstuðningur. Kröfugerð kæranda skal lúta að úrræðum nefndarinnar samkvæmt lögum þessum. Kærandi skal tilkynna kaupanda um kæru eins skjótt og mögulegt er.
Lög um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) eru birt á heimasíðu Alþingis: http://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html
Hér er að finna nánari upplýsingar um kærunefnd útboðsmála og frekari leiðbeiningar um kæruheimildir:https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/opinber-innkaup/kaerunefnd-utbodsmala/
Netfang kærunefndar útboðsmála er knu@yfirskattanefnd.is og símanúmer nefndarinnar er +354 575 8700.
Ríkiskaup þakka fyrir þátttökuna.