Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 05.06 Olía og eldsneyti - Skip og flugvélar

  • Gildir frá: 19.01.2021
  • Gildir til: 19.04.2025

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 19. janúar 2021  og gildir til 19.janúar 2023. Samningurinn er með framlengingarheimild um 1 ár tvisvar sinnum.  Þar af leiðandi getur heildarlengd rammasamnings mest orðið 4 ár. Samningnum hefur verið framlengt, tímabundið, til 19. apríl 2025.

Samið var um:

  1. Skipagasolía
  2. Eldsneyti fyrir loftför, Færeyjar, Reykjavík. 
  3. Díselolía – lituð fyrir varaaflsvélar

Kaup innan rammasamnings 

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:

a. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið að teknu tilliti til krafna kaupanda t.a.m. afhendingarstað.


b. Bjóða skal út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.  Ef stofna skal til langtíma eða reglulegs viðskiptasambands við einstaka seljendur skal framkvæma örútboð. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.

Svo fremi málefnalegar forsendur tengjast eðli samnings er heimilt í örútboði setja fram eftirfarandi valforsendur:

  • Verð 0-100%
  • Afhendingarstaður 0-100%
  • Afhendingartími 0-100%
  • Þjónustugeta 0-100%
  • ISO 14001 Umhverfisstjórnunarvottun 0-50%

Hvað varðar ofangreindar valforsendur og vægi þeirra í væntanlegum örútboðum, þá verður kröfum sem skilgreindar verða á grundvelli ofangreindra valforsenda, sem og vægi þeirra, lýst ítarlega í örútboðsgögnum.

Kaupendum í örútboðum er heimilt að ítra kröfur til boðinnar vöru/þjónustu umfram lágmarksskilyrði sem sett eru til vöru/þjónustu í þessu útboði. Sama gildir um áskilnað í örútboði um aukið hæfi til bjóðenda til fullnustu vöru og þjónustu. 

Framkvæmd örútboða 

Ef skilmálar rammasamnings eru ákveðnir er heimilt að gera einstaka samninga við rammasamningshafa í samræmi við ákvæði rammasamnings.

Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur:
a. Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.
b. Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.
c. Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.
d. Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu. Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur afleidd innkaup og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð, þar með taldar verðbreytingar, eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.

Nánar um örútboð

Seljendur

Effo
Óðinshædd 5, Þórshöfn
Sími: +298 343500
Tengiliður samnings
Martin Jacobsen
N1 ehf.
Dalvegur 10-14
Sími: 4401000
Tengiliður samnings
Michael Sigþórsson
Olíuverzlun Íslands ehf.
Vatnagarðar 10
Sími: 5151000
Tengiliður samnings
Kristinn Leifsson
Skeljungur hf.
Borgartúni 26
Sími: 4443000
Tengiliður samnings
Unnur Elva Arnardóttir

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.