Fara í efni

Miðlægir samningar

RK 19.02 Rafræn þjónusta – Rafrænar undirritanir

  • Gildir frá: 11.08.2021
  • Gildir til: 11.08.2025

Um samninginn

Nýr rammasamningur um rafrænar undirskriftir tók gildi 11.08.2021 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. 

Um er að ræða hugbúnaðarlausnir til rafrænna undirskrifta. Nánar um samninginn má sjá undir skoða kjör.

Hugbúnaðarlausnirnar eru eftirfarandi:

Advania - Signet

Dokobit

Taktikal

Almenn lýsing á þjónustu sem samningurinn nær yfir:

  • Vefgátt fyrir endanotanda til undirritunar og stimplana.
  • Sannvottunarvefgátt á undirritanir/stimplanir skjala öllum nothæf.
  • Samþættingarlausnir í stöðluð tól (Office, skjalastjórnunarkerfi).
  • Samþættingarvefþjónusta (integration) fyrir undirritanir, stimplanir og sannvottun undirritana/stimplana skjala.
  • Sérfræðiþjónusta á samþættingu vara. 

Kaup innan rammasamnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:

  1. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum og í tilboði seljenda.
    Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum m.t.t. notkunarmynstra og verði seljenda. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið.
    Kaupendur sem meta undirskriftarþörf sína að meðaltali undir 1000 á mánuði skulu bera saman samningsbundin kjör seljenda skv. birtri verðskrá á læstu svæði samnings á rikiskaup.is (velja flipann "Skoða kjör" hér að ofan).
    Kaupendum er heimilt að sameina kaup sín til að ná hagkvæmustu boðnu kjörum.
  2. Heimilt er að bjóða út með örútboði innan rammasamnings ef undirritanir miðaðst við fleiri en 1000 undirskriftir að jafnaði á mánuði og/eða aukin eða sérstakar kröfur þarf að uppfylla. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.

Svo fremi sem málefnalegar forsendur tengjast eðli samnings er heimilt í örútboði setja fram eftirfarandi valforsendur:

  • Verð ‐ vægi 40‐100%
  • Uppitími umfram 99,95% ‐ vægi 0‐60%
  • Aukinn viðbragðstími 0‐60%
  • Tengimöguleikar við t.d. málaskrárkerfi ‐ vægi 0‐60%
  • Skiptikostnaður milli tegunda sem fyrir er‐ vægi 0‐60%
  • Gæðavottanir vöru eða þjónustu, öryggisstig ‐ vægi 0‐60%
  • Gæði (tæknilegir/vinnuhagræðilegir/hönnunarlegir eiginleikar kerfis eða notendaviðmóts) ‐ vægi 0‐60%

Vægi valforfendna, kröfum sem og vægi þeirra verður lýst ítarlega í örútboðsgögnum.

Heimilt að efna til örútboðs meðal seljenda innan rammasamningsins ef fyrirfram skilgreindar vörur í rammasamningi þessum uppfyllir ekki ítarlegar kröfur sem kaupendur gera til vöru til skyldra nota og þessi rammasamningur gerir ráð fyrir. Einnig er kaupendum heimilt að hafa auka‐ fylgivöru sem tengist hinu boðna sem hluta af örútboði á vörum og búnaði.

Kaupendum í örútboðum er heimilt að ítra kröfur til boðinnar vöru/þjónustu umfram lágmarksskilyrði sem sett eru til vöru/þjónustu í þessu útboði. Sama gildir um áskilnað í örútboði um aukið hæfi til bjóðenda til fullnustu vöru og þjónustu. Kaupendum er t.a.m. heimilt að gera lágmarkskröfur til uppitíma umfram það sem krafist er í rammasamningi þessum. Einnig eru kaupendum heimilt að gera lágmarkskröfur um tengingar kerfis við önnur kerfi sem eru í notkun hjá kaupanda.

Nánar um örútboð

Seljendur

Advania ehf.
Guðrúnartún 10
Sími: 4409000
Tengiliður samnings
Sigurður Másson
Dokobit, UAB
Akralind 3
Sími: 546 0333
Tengiliður samnings
Ragna Klara Magnúsdóttir
Taktikal ehf.
Borgartún 27
Sími: 552 5620
Tengiliður samnings
Valur Þór Gunnarsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.