Fyrir hverja eru rammasamningar?
Hverjir eru aðilar að rammasamningum?
-
Allar ríkisstofnanir sem reknar eru fyrir 50% eða þar yfir af almannafé, hafa rétt á að kaupa eftir rammasamningum. Aðild að rammasamningum nær einnig til samtaka sem þessir aðilar hafa gert með sér. Skv. lögum um opinber innkaup 120/2016.
-
Dvalar- og öldrunarheimili sem eru í blandaðri eigu ríkis og sveitarfélaga og/eða sjálfseignarfélög.
-
Sveitarfélög geta sótt um aðild með skriflegu umboði til Ríkiskaupa. Ríkiskaup kynna væntanleg rammasamningsútboð í upphafi árs og sveitarfélög eru hvött til þátttöku í rammasamningum.
Ríkiskaup hvetja jafn birgja sem kaupendur til að láta vita um villur og/eða viðbætur.
Mikilvægt er að seljendur í rammasamningum séu meðvitaðir um hvort einhverjir aðilar að kerfinu hafi sagt sig frá einstaka rammasamningum. Upplýsingar um slíkt eru birtar í útboðsgögnum hverju sinni og á vefnum við hvern rammasamingsflokk fyrir sig, eftir því sem við á.