Útboð, kaup og sala
Útboð, kaup og sala
Hérna að neðan eru hlekkir á síður sem innihalda upplýsingar um útboð sem eru í gangi og hvernig skuli skila inn tilboðum.
Fasteignir
Hægt er að senda fyrirspurnir á fasteignir@rikiskaup.is
Fasteignaauglýsingar Ríkiskaupa eru á fasteignavef Morgunblaðsins.
Ef þú vilt leggja fram kauptilboð, smelltu á hnappinn hér að neðan.
Tilboð í gerð verðmats fasteignar
Bifreiðar
Hvernig skal bera sig að við kaup á bifreiðum?
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur yfirumsjón með bifreiðaeign ríkisins og bifreiðanotkun þess.
Kaup eða rekstrarleiga á bifreiðum skal eiga sér stað að fengnu samþykki bílanefndar f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis.
Ferli bifreiðakaupa:
Kaupandi sendir beiðni á Bílanefnd um kaup eða rekstrarleigu á bifreið með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan.
1. Sé bifreiðin vistvæn er henni beint í ferli sameiginlegra innkaupa á vistvænum bifreiðum sem áætluð er tvisvar á ári, í janúar og júlí ár hvert.
a. Innkaup í kjölfar niðurstöðu sameiginlegs útboðs fer fram á vegum Ríkiskaupa, innkaup@rikiskaup.is
2. Sé bifreiðin ekki vistvæn tekur bílanefnd beiðnina sérstaklega fyrir til ákvörðunar.
a. Bílanefnd upplýsir kaupanda um niðurstöðu ákvörðunar er varðar fyrirliggjandi beiðni.
Sameiginleg innkaup á vistvænum bifreiðum er liður í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum
og framkvæmd heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna
og er í samræmi við þá ríku áherslu sem stjórnvöld leggja á að hraða orkuskiptum í samgöngum.
Hvernig skal bera sig að við sölu á bifreiðum?
Umsýsla við sölu á bifreiðum í eigu opinberra aðila er í höndum Króks ehf.
Ríkiskaup hafa gert tímabundin samning við fyrirtækið þess efnis.
Skilmálar sölu bifreiða hjá Krók ehf. má finna hér http://www.bilauppbod.is/pages/view/skilmalarseljanda
Skref sem opinber aðili þarf að fara í gegnum við sölu á bifreiðum í ríkisins.
1. Seljandi fyllir út beiðni um sölu bifreiðar og tækja.
a.Seljandi ákveður lágmarksverð, gott er að hafa samráð við Krók ehf varðandi endanlegt verð.
b.Seljandi sendir beiðnina á netfangið sala@krokur.is og CC á rikiskaup@rikiskaup.is
2. Seljandi kemur bifreið eða tæki til Króks ehf sem hefur uppboðsferlið á www.bilauppbod.is
a. Krókur ehf. Vesturhrauni 5, 210 Garðabæ. Sími 522.4610.
b. Krókur ehf. sendir Ríkiskaupum tilkynningu að söluferli sé hafið.
c. Ef bifreið eða tæk er ógangfær eða vegna staðsetningar að erfitt reynist að koma á uppboðsstað
er hægt að senda greinagóða lýsingu á ástandi bifreiðar eða tækis ásamt myndum
sem sýna umræddan búnað frá öllum hliðum að innan og utan.
Seljandi ber ábyrgð að uppfylla kröfur Króks ehf. sem teknar eru fram í skimálum Króks ehf.
3. Uppboðstími er um það bil ein vika.
4. Þegar kaup nást annast Krókur ehf. frágang og uppgjör
a. Frágang afsals og eigendaskipti
b. Uppgjör til stonunar
c. Senda Ríkiskaupum yfirlit um sölu.
d. Ef lágmarksverði hefur ekki verið náð og búið er að bjóða bifreiðina eða tækið upp tvisvar, mun Ríkiskaup koma að ákvörðun um næstu skref.
Bílauppboð ehf er til húsa í Vesturhrauni 5, 210 Garðabæ.
Lausamunir
Ríkiskaup hafa gert tímabundið samkomulag við Efnisveituna ehf. um sölu lausafjármuna (annarra en bifreiða og sumarhúsa) í samræmi við reglugerð nr. 206/2003 um ráðstöfun eigna ríkisins.
Þeim stofnunum sem þurfa að selja lausamuni er bent á að fylla út neðangreinda sölubeiðni þar að lútandi.
Beiðni um sölu á lausafé (á ekki við sölu bifreiða eða sumarhúsa)