Fara í efni

Innkaupastefna ríkisins

Mikilvægt er að ríkisaðilar hafi í höndum markvissa stefnu um innkaup sem styðja við markmið um sjálfbæra þróun og sjálfbær ríkisútgjöld.

Lykilviðfangsefni við opinber innkaup ríkisaðila til næstu ára eru: 

  • Hagkvæm og vistvæn innkaup.
  • Aukin fagleg þekking innkaupaaðila.
  • Aukin samvinna við markaðinn.
  • Stafrænar innkaupaleiðir, gagnagreining og sameiginleg innkaup. 
  • Greiður aðgangur að upplýsingum um innkaup ríkisins.

Innkaupastefna ríkisins, janúar 2021

 

Innkaupastefna ríkisins 2021

Stór hluti útgjalda íslenska ríkisins fer í gegnum opinbera innkaupaferla á hverju ári, innkaupin hlaupa á milljörðum hvort sem um er að ræða verklegar framkvæmdir,
þjónustukaup eða vörukaup.

Ríkið er stór aðili á markaði og innkaup þess geta því haft áhrif á framleiðslu og framboð. Ríkið getur því haft margvísleg jákvæð áhrif með því að beita skýrri stefnu
þegar kemur að samningskröfum sínum.

Íslandi, sem aðildarlandi að Evrópska efnahagssvæðinu, ber skylda til að innleiða tilskipanir á sviði opinberra innkaupa. 

Þetta efni má finna á þessari síðu Lög og reglugerðir.