Umhverfisskilyrði í útboðum
Umhverfisskilyrði þurfa að byggja á faglegri þekkingu á innkaupalöggjöf og umhverfismálum auk þess að vera raunhæf. Mikilvægt að þekkja markaðinn vel áður en skilyrði eru sett fram.
Þau þurfa að uppfylla eftirfarandi grundvallaratriði:
- Skilyrðin komi fram í útboðsgögnum og útskýrt hvernig þau verði metin.
- Skilyrðin séu sett fram í samræmi við meginreglur ESB m.a. um gegnsæi, jafnræði bjóðenda og meðalhófsregluna.
- Skilyrðin sé hægt meta á hlutlægan og magnbundinn hátt.
- Fram komi hvaða gögn skuli fylgja með tilboði til að sanna uppfyllingu skilyrða.
Athugið að hægt er að setja fram umhverfisskilyrði með ýmsum hætti; sem lágmarksskilyrði, matsskilyrði eða sem samningsskilyrði. Best er að fylgja skilgreindum umhverfisskilyrðum sem til eru fyrir ýmsa vöruflokka, svo sem umhverfisskilyrðum ESB.
Íslensk þýðing á umhverfisskilyrðunum var fyrst sett fram árið 2012 á vegum verkefnisins Vistvæn innkaup sem var samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Og eru það þau sem hér birtast. Hugsanlegt er að skilyrðin hafi verið uppfærð á síðu Evrópusambandsins en ekki í þýðingunni.
- Byggingar, grunnviðmið
- Byggingar, ítarviðmið
- Garðyrkjuvörur
- Heimilistæki
- Hljóð og mynd- hávaði
- Hljóð og mynd
- Hljóð og mynd - orka
- Hljóð og mynd - orka, viðhengi
- Hótel
- Húsgögn
- Lýsing
- Matvara og veisluþjónusta
- Pappírsvörur
- Prentdufthylki
- Prentþjónusta
- Ræstivörur og þjónusta
- Samgönguskilyrði
- Sápa og sjampó
- Sáraumbúðir
- Símar
- Skýjaþjónusta - á ensku