Umhverfismerki og vottanir
Áreiðanleg umhverfismerki:
- Eru valfrjáls leið til að markaðsetja umhverfiságæti vöru eða þjónustu.
- Er tekin út og vottuð af óháðum, þriðja aðila.
- Viðmið þeirra eru sértæk og þróuð af sérfræðingum.
- Viðmiðin byggja á lífsferilsnálgun, þ.e. gera kröfur til hráefnis, framleiðslu, notkunar og förgunar
- Viðmið eru hert á nokkurra ára fresti sem tryggir sífelldar betrum bætur á vörunni eða þjónustunni
(af vef Umhverfisstofnunar, umhverfisstofnun.is)
Um áreiðanleg umhvefismerki og vottanir
Af 48 rammasamningum Ríkiskaupa:
- 38 innihalda umhverfisskilyrði.
- 25 innihalda einhvers konar umhverfisvottanir, þar af 8 samningar með Svansvottun eða sambærilegt.
Velta þessara umhverfisvænu rammasamninga árið 2020 eru tæplega 8,1 milljarður króna.