Sameiginlegt innkaupaorðasafn, CPV kóðar
Sameiginlega innkaupaorðasafnið er listi yfir alls kyns vörur, þjónustu og verk. Staðsetning í innkaupaorðasafninu ræður því hvernig innkaupin eru flokkuð og þarf alltaf að geta númers, CPV (Common Procurement Vocabulary) -kóða í innkaupaorðasafni í TED-auglýsingum.
CPV (Common Procurement Vocabulary) kóðar voru þróaðir af Evrópusambandinu sérstaklega fyrir opinber innkaup. Megintilgangur þeirra er að aðstoða innkaupafólk við að flokka tilkynningar um samninga sína á samræmdan, hátt og að hjálpa birgjum að finna tilkynningarnar sem vekja áhuga þeirra með því að nota staðlaðan orðaforða.
- Reglugerð Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sameiginlegt innkaupaorðasafn
- Upplýsingar um innkuaupaorðasafnið (á ensku)
- Leitarvél CPV-kóða hjá BiP (Business Information Publications) á ensku