Fara í efni

Útboðsskylda

Hvernig myndast útboðsskyldan?

Þegar útboðsskylda er metin er miðað við kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun skal innihalda áætlað innkaupsverð án vsk. á vöru og eða þjónustu á allan samningstímann.

Óheimilt er að er að skipta upp verki eða innkaupum á vöru, verki eða þjónustu í því skyni að innkaup verði undir viðmiðunarfjárhæðum nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Sjá nánar 25. gr. OIL um útreikning á virði samnings.

Hvað þýðir það?

Ef gera á samning um t.d. lögfræðiþjónustu til eins árs og áætlað innkaupsverð innkaupa er undir 18.5 milljónum kr. eru kaupin ekki útboðsskyld. Engu að síður ber opinberum aðilum að viðhafa samkeppni við þessi innkaup með t.d. verðfyrirspurn meðal helstu lögfræðistofa/þjónustuveitenda. Sé áætlað virði hins vegar umfram viðmiðunarfjárhæð, skal fara í útboð. 

Sé áætluð fjárhæð eingöngu 7 milljónir (án vsk.) króna á árinu en viðkomandi hyggst gera samning til 3 ára, er heildarvirði samnings 3 x 7 milljónir eða samtals 21 milljón og innkaupin þ.a.l. útboðsskyld ekki bara innanlands heldur skal auglýsa á EES. Ef gera á samning til árs, en með framlengingarákvæði 2 x 1 ár, er heildarlengd samnings 3 ár og áætlað heildarvirði hans líka 21 milljónir og útboðsskylt.

Þrátt fyrir að heildarvirði samninga. sé yfir viðmiðunarfjárhæðum er heimilt að gera einstaka samninga án útboðs fyrir allt að 20% af samanlagðri heildarfjárhæð allra samn­ingshluta ef áætlað verðmæti viðkomandi samningshluta, án virðisaukaskatts, er lægra en 12.023.000 kr. vegna vöru eða þjónustu og 150.299.000 kr. vegna verks. (reglugerð nr. 360/2022)

Stofnanir sem eru á A-hluta fjárlaga mega mest gera 5 ára samninga (eða fá heimild Alþingis). En séu samningar annarra t.d. ótímabundnir, þá er reiknað með 4 ára samningstíma.

 Viðmiðunarupphæðir og tilboðsfrestir