Fara í efni

Ráðgjöf varðandi útboð

Ráðgjafar Ríkiskaupa búa að áralangri þekkingu og reynslu á sviði útboðsgerðar ásamt tengdri verkefna- og samningsstjórnun. Þeir aðstoða fyrirtæki og stofnanir við val á hagkvæmum innkaupaleiðum með það að  markmiði að ná farsælum árangri í sjálfu útboðsferlinu. Þar gildir einu hvort um er að ræða ráðgjöf eða verkefnastjórn útboðs í heild sinni.

Helsti tilgangur opinberra útboða er ná fram mögulegri lækkun á vörum og þjónustu til kaupenda. Í leiðinni er hvatt til virkrar samkeppni sem tryggir að seljendur fái aðgang að opinbera markaðnum, óháð því hvaða tengsl þeir kunna að hafa í stjórnkerfinu. Allir eru metnir út frá sömu forsendum jafnræðis og gagnsæis og því er seljenda hagur að opinbert útboð fari fram. Á sama hátt njóta kaupendur betri kjara, með meiri gæðum fyrir lægra verð.

Þar sem reglur um opinber innkaup eru skýrt afmarkaðar getur framkvæmd útboða verið vandasöm.