Innkaupastefna matvæla fyrir ríkisaðila
Innkaupastefna matvæla endurspeglar áhuga stjórnvalda á því að auka áherslu á sjálfbærni og því að sporna gegn neikvæðum umhverfis- og loftslagsáhrifum af matvælaframleiðslu og umsýslu matar.
Áherslan á hollar máltíðir er góð fjárfesting til framtíðar þar sem hollt mataræði vinnur gegn tilteknum ósmitbærum sjúkdómum en meðferð við þeim er stór hluti útgjalda til heilbrigðismála.
Innkaupastefnan tekur enn fremur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.